Bjarni með skítuga putta

Punktar

Bjarni Benediktsson seldi allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2.- 6. október 2008. Til dagsins, sem Geir kom með neyðarlögin og bankarnir hrundu. Það segja heimsblaðið Guardian, Reykjavík Media og Stundin í morgun. Bjarni sat þá fundi um alvarlega stöðu bankanna og seldi bréf fyrir 50 milljónir króna. Alls seldi Bjarni bréf í Glitni fyrir rúmlega 120 milljónir króna eftir fundi með Lárusi Welding, bankastjóra Glitnis. Slíkt innherjamál setti Baldur Guðlaugsson í tveggja ára fangelsi. Ekki er ljóst, hvað verður með Bjarna, en ljóst er, að siðblindingi getur ekki lengur þvælst fyrir í pólitík með sína skítugu putta.