Bjánar gegn bófum

Punktar

Bjánaflokkar Samfylkingar og Vinstri grænna ganga nestislausir til kosninga eins og bófaflokkar Framsóknar og Flokksins. Hafa brugðist væntingum fólks og svikið helztu kosningaloforðin. Með ótrúlegustu undanbrögðum í heilt kjörtímabil hafa þeir vikizt undan fyrningu kvóta og þjóðnýtingu hans. Og nú er stjórnarskráin að fara í hakkavél bófaflokksins á síðustu dögum þingsins. Bjánaflokkarnir gátu sagt sér, að bófaflokkarnir mundu beita öllum brögðum til að fella stjórnarskrá fólksins á tíma. Eina leiðin að hindra endurheimt bófanna á valdakerfinu er að styðja nýja flokka til sigurs í kosningunum.