Biskupinn er áhrifalaus

Punktar

Á erfitt með að komast yfir hneykslun mína á biskupnum yfir Íslandi. Geri mér þó grein fyrir, að teboð þjóðkirkjunnar er á áhrifalausu hliðarspori. Fjöldi Íslendinga er heiðarlega trúaður framhjá kirkjum. Tengir trú sína hvorki hræsni þjóðkirkjunnar né heilaþvotti sértrúarsafnaða. Þjóðkirkjan er eins og sjintó í Japan, fremur hefð en trú. Hún býður þjónustu við mikilvæga áfanga; nafngiftir, fermingar, giftingar og útfarir. Aðrir bjóða þetta líka, en þjóðkirkjan ræður í krafti hefðarinnar. Sárafáir mæta í kirkju utan þessarar hefðar. Því þarf ég að minna mig á, að fávíslegt vopnaglamur biskups hefur sem betur fer engin áhrif.