Bíómyndakvótarnir

Punktar

Frakkar og Kanadamenn hafa unnið sigur á Bandaríkjunum í Unesco, menntastofnun Sameinuðu þjóðanna. Tillaga þeirra um menningarlega fjölbreytni heimsins og verndun tungumála og menningarhefða gegn Hollywood náði fram að ganga gegn atkvæðum Bandaríkjanna og Ísraels. Tillagan heimilar ríkjum að styrkja eigin menningarframleiðslu og skammta aðgang að erlendu efni, til dæmis bandarísku sjónvarpi og bíómyndum. Bandaríkin lögðu fram 28 tillögur til breytingar, en þær voru allar felldar. Talið er, að þessi útkoma sé til þess fallin að einangra Bandaríkin enn frekar í Unesco.