Bíllinn er úti

Punktar

Enn þarf ég að vetrarklæða mig til að komast úr húsi út í bíl og úr bíl inn á vinnustað. Sumir eru svo heppnir að búa í blokkum, þar sem bílageymslur eru í kjallara og vinna í hliðstæðum skrifstofublokkum og geta farið í Kringluna undir þaki. Þeir þurfa ekki að vetrarklæða sérstaklega upp fyrir þessa metra, sem ég þarf að standast á hverjum morgni. Það er auðvitað framtíðin, að fólki geti ákveðið, hvort það vilji umgangast veðrið meira en til spari um helgar. Mér líst æ meira svo á, að Samfylkingin og aðrir strætóflokkar einkabílaóbeitar séu lokaðir inni í vonlausri hugmyndafræði.