Bíllausi lífsstíllinn

Punktar

Að baki vinstri fasisma borgarstjórnar gegn bílum er hugsjónin um bíllausan lífsstíl. Til að þvinga hann fram, nægir ekki að laga umferð hjóla og gangandi fólks. Einnig þarf að hefta bílaumferð. Með fjölbreyttum hætti er unnið að því. Götur eru þrengdar ein af annarri, Hofsvallagata, Borgartún og Grensásvegur. Skipulagður er bílastæðaskortur við nýbyggingar, svo að vandræði nýrra turna yfirfærist á gömul íbúðasvæði, svo sem í Skuggahverfi. Umferðarljós eru jafnvel færð til að stífla torg, til dæmis Melatorg. Borgarstjórn telur borgarveðrið, rok og rigningu og hálku, henta vel til að koma hér á fót París norðurhjarans.