Bílastæði hjá góðbúum

Veitingar

Kom mér snemma upp einföldum gæðastöðlum í mati á veitingahúsum. Forðast staði, sem bjóða freðfisk úr hitakössum. Forðast sósustaði og flest, sem þjóðlegt má telja. Hallast að góðbúum með rétt dagsins. Oftast beztur og ódýrastur. Fann fljótt, að lítið samband er milli verðs og gæða. Snemma tók ég inn þjónustu og umhverfi. Lengi haft eldamennsku í 50%, þjónustu í 25% og umhverfi í 25% í mati á matarkirkjum. Á fimm árum hefur matið breytzt. Áður var létt að leggja bílum. Nú er það víða erfitt, svo sem nálægt Geirsgötu-verbúðum. Hallast æ meira að góðbúum, þar sem bílastæði eru nálægt. Þetta á eftir að versna, því borgarstjórn braskaranna hamast við að rústa miðbænum vestan Snorrabrautar.