Bilaðir menn

Punktar

Ráðamenn Bandaríkjanna eru ekki einir bilaðir, heldur líka hálf bandaríska þjóðin, sem er sannfærð um, að pyndingar séu í lagi. Engar aðrar vestrænar þjóðir hafa svo brengluð viðhorf til pyndinga, nema kannski Bretar, sem lengi hafa falið illgerðir heimsveldis síns í garð þriðja heims fólks undir fölsku flaggi föðurlegrar umhyggju að hætti Rudyard Kipling. Allir aðrir eru furðu lostnir yfir fangaflugi bandarísku leyniþjónustunnar um ýmsa flugvelli, meðal annars um Keflavíkurflugvöll. Meira að segja nýfrjálsar þjóðir í Austur-Evrópu eru furðu lostnir yfir bilun Bandaríkjamanna.