Dapurlegt er að vita af Geir Haarde og Valgerði Sverrisdóttur á biðstofu hryðjuverkamanna í Washington. Það er Íslandi niðurlæging, að ráðherrar vafri um höfuðstöðvar terrorista í bið eftir viðtali við hættulegustu ráðamenn heimsins, sem hafa nú síðast látið myrða hálfa milljón manna í Írak. Við eigum ekki að hafa neinn hernaðarsamning við terrorista og ekki vera í stríðsbandalagi með þeim. Við eigum ekki að hafa gervihermenn í Afganistan og alveg láta af fylgisspekt við hið illa veldi heimsins. Blóð mannkyns er því miður á höndum okkar.
