Biðlistaþjóðin

Punktar

Hundruð aldraðra eru á biðlistum hjúkrunar. Hundruð barna eru á biðlistum geðdeilda. Hundruð hjartasjúkra eru á biðlistum hjartaþræðinga. Hundruð þroskaheftra barna eru á biðlistum greiningar. Hundruð geðfatlaðra eru á biðlistum húsnæðis. Hundruð sjúklinga eru á biðlistum liðskipta. Hundruð fatlaðra og öryrkja eru á ýmsum biðlistum. Á Landsspítalanum einum eru 3145 manns á biðlistum. Á höfuðborgarsvæðinu eru 1525 á biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Þetta er velsældin, sem ríkisstjórnin státar af. Hún hefur framleitt endalausa biðlista fyrir þá, sem minnst mega sín.