Á vefnum er Egill Helgason bezti stílistinn, en á prenti eru ýmsir beztir. Dr. Gunni, Erpur Eyvindarson, Guðbergur Bergsson og Davíð Þór Jónsson eru þeir, sem ég má ekki missa af. Hallgrímur Helgason datt í Samfylkinguna og Jón Gnarr datt í lúterskuna. Það skaðar traustið. Sama gildir um flesta ofurbloggara, þeir eru spunakarlar flokkanna. Þótt beztu bloggararnir séu fyrri til að tjá sig, eru beztu kjallarahöfundar prentmiðla skemmtilegri stílistar. Ég er aðeins að tala um þá beztu. Á báðum stöðum eru endalausar fylkingar froðusnakka. Gamli þreytti Mogginn notar slíka eingöngu.
