Bezti matur Miklagarðs

Ferðir, Veitingar

Buhara2

Kostar bara 2500 krónur að borða tvíréttað á Buhara við stóra markaðinn í gömlu Istanbul. Samt eru 444 notendur TripAdvisor sammála um, að sé bezta matstofa stórborgarinnar. Hæst einkunn af 10.512 stofum. Falin í sundi og stílar ekki upp á túrista. Snyrtilega gamaldags innréttuð með innsýni til eldhúss. Þjónar eru rosalega kurteisir að hætti Tyrkja. Fékk skógarsalat úr smásöxuðum tómötum, kryddjurtum og hnetum í bráðsterkum kryddlegi, frábært salat. Með fylgdi útblásið flatbrauð. Síðan lambahakk teingrillað í eldi, skemmtilega kryddað og borið fram á jógúrt. Eftir matinn kom svo sætabrauð.