Betri díll á Aski

Veitingar

Iðnaðarmennirnir á Aski fá betri díl á hádegishlaðborði en bankabörnin á Vox. Súpur, salat og forréttir voru þó betri á Vox en hefðbundna salatborðið á Aski. Á Vox var sushi og gott skelfisksalat í boði. Heitir aðalréttir voru fleiri á Aski en á Vox, þar á meðal fjórir fiskréttir. Þar var smáþorskur, nokkuð góður, en kjötréttir vondir. Engir heitir réttir á Vox voru girnilegir. Melóna og appelsína á Aski áttu lítið erindi í samanburð við æfingar Vox í girnilegum eftirréttum. Í heildina jafntefli staðanna í framboði og gæðum. Á Aski kostar hlaðborðið 2690 krónur, en 3500 krónur á Vox. Vegna verðsins hafði Askur betur.