Jón Sigurðsson hefur sett Framsókn yzt á hægri kant stjórnmálanna. Í grein í Fréttablaðinu hafnar hann norrænu leiðinni til framtíðarinnar. Hann taldi hana fæla auðmagnið burt með sköttum. Síðustu forvöð eru fyrir evrópskan flokksforingja að hallast að Chicago-hagfræðinni og Washington-sáttinni, áður en hún dettur úr samkeppni utan landa engilsaxa. Svo mikið hefur brotið á auðmagnshyggju Jóns síðustu misserin, að hún er komin á flótta um heim allan. Enda vill fólk heldur búa á Norðurlöndum en í Bandaríkjunum, heldur búa í Frakklandi en í Bretlandi. Jón er bara strandaglópur.
