Betra að hann sé hataður

Punktar

Eitt helzta kosningamál John McCain um þessar mundir er, að Barack Obama sé ógeðslega vinsæll í Evrópu. Sé næstum eins vinsæll og John Kennedy á sínum tíma, “Ich bin ein Berliner”. Repúblikanar segja grunsamlegt, að Obama sé svona vinsæll í Evrópu. Hann muni líklega taka evrópska hagsmuni fram yfir hagsmuni Missouri-búa. Undir þetta taka ýmsir bandarískir álitsgjafar, svo sem Michael Finnegan á Los Angeles Times, Paul West hjá Baltimore Sun og jafnvel Maureen Dowd á New York Times. Þessir höfundar virðast telja heppilegra, að næsti forseti sé hataður í Evrópu eins og núverandi forseti.