Ef fólk þarf að klifra upp á borð til að sjá berrassaða sjómanninn, getur það sjálfu sér um kennt. Öðru máli gegnir, ef það sér hann berrassaðan með að líta beint út um gluggann. Þá er sjómaðurinn að ryðjast inn á annarra manna heimili með nektarfíkn sína. Ef hann vill labba um berrassaður, getur hann hæglega dregið fyrir gluggann. Hann getur líka passað upp á, að fara ekki út á svalir í þessu ástandi. Hvorugt gerir hann, sem sýnir, að hann vill, að annað fólk sjái hann berrassaðan. Það er sjúkt. Þar með er hann að þrengja sér upp á annað fólk og verður að sæta tilheyrandi viðurlögum.
