Beita ekki neitunarvaldi

Punktar

Tveir þingmenn Bjartrar framtíðar segjast ekki hafa nein áhrif á alþingi og annar þeirra ætlar að segja af sér. Theodóra og Nichole geta engan vegin talið mér trú um þetta. Eru hvor um sig í eins manns oddastöðu í þingmeirihluta stjórnarinnar. Áhrifaleysi þeirra er sjálfskapað. Líklega trúa þær frekjuhundum Sjálfstæðisflokksins, sem linnulaust lýsa frati á orð samstarfsflokkanna. Hvorki Viðreisn né Björt framtíð koma neinum málum fram, því þau þora ekki. Frumvörp eru samin af embættismönnum Sjálfstæðisflokksins. Einn þingmaður meirihlutans getur auðveldlega stöðvað öll slík mál. En til þess skortir djörfung og dug.