Beðið um bófa og bjána

Fjölmiðlun

Auglýsingin eftir útvarpsstjóra ber þess ekki merki, að óskað sé menntamanns og fjölmiðlamanns. Fyrrum var talið, að útvarpsstjóri þyrfti að vera slíkur. Sem gæti um áramót talað við okkur af siðrænni og vitlegri reisn. Allt slíkt er úr tízku. Með þvaðri mannauðsstjóra er auglýst eftir víxlara af því tagi, sem hefur tröllriðið þjóðfélaginu frá aldamótum. Auglýst eftir siðblindum og menningarsnauðum bófa og bjána, svo töluð sé íslenzka. Nóg er af borubröttum útrásarvíkingum og efnum í slíka. Raunar er verið að auglýsa eftir manni, er tryggi, að ekki sé fylgt forskriftinni um markmið og tilgang ríkisútvarps.