Fjölmiðlar birta áfram rangar tölur úr skoðanakönnunum. Langstærsti flokkur landsins er ekki Sjálfstæðisflokkurinn, heldur flokkur hinna óákveðnu og sem neita að svara. Sjálfstæðisflokkurinn hefur bara 25% fylgi og aðrir flokkar minna. Skoðanakannanir sýna, að þriðjungur þjóðarinnar hafnar fjórflokknum og nýju flokkunum. Flokkar Hreyfingarinnar, Guðmundar Steingrímssonar og Lilju Mósesdóttur höfða ekki heldur til hóps hinna óákveðnu. Sem ekki hefur minnkað neitt, þrátt fyrir nýju framboðin. Enn og aftur sker í augu, að þriðjungur þjóðarinnar bíður áfram eftir sínum Godot. Það er eina fréttin.
