Baugsmál Sjálfstæðisflokksins

Punktar

Hallgrímur Helgason og Egill Helgason hafa rétt lýst Baugsmálinu. Fýla sjálfstæðismanna út í Ingibjörgu Sólrúnu stafar af, að þeim finnst sér málið skylt. Hún verður að “sýna samstarfsflokknum tillitssemi” eins og einn sjálfstæðisþingmaður orðaði svo frábærlega. Þá höfum við fengið það á hreint, Baugsmálið var og verður feimnismál Sjálfstæðisflokksins. Þótt fyrrverandi forsætis hafi talið sig hafa málfrelsi í pólitík, má utanríkis ekki hafa málfrelsi. Allt íhaldið er komið í vörnina. Fyrir Baugsmálið og óhæfan ríkislögreglustjóra, sem hótar manni lífláti og lætur skjöl hverfa.