Spilling í kosningabaráttu er rekin af meira sjálfstrausti en áður var. Í Kópavogi og Mosfellsbæ undirritaði bæjarstjórinn ávísanir, sem kjósendum bárust rétt fyrir kjördag, eins og hann sé að gefa peninga, sem kerfið þarf að endurgreiða og gjaldkerinn á að undirrita. Það má hafa til marks um blindu kjósenda á spillingu, að fáir kippa sér upp við þetta. Hér á Seltjarnarnesi er stórflóð plagga frá bæjarfélaginu og á kostnað skattgreiðenda um ýmis mál, þar sem mynd og grein bæjarstjórans er í fyrirrúmi. Spillingin er barnslegri en áður og enginn skammast sín neitt.
