Barnsleg framkoma Frost

Punktar

Sjónvarpsspyrillinn David Frost minnti mig á barn, sem bendir á keisarann og spyr, af hverju hann sé ekki í neinum fötum. Spurði svo einlæglega, rétt eins og hann væri einhverfur. Nú segir Simon Hoggart í Guardian, að Frost hafi spurt eins og hann vildi í rauninni fá svar. Greinin er ágæt lýsing á Frost sem persónu og nánast barnslegri framgöngu hans. Minnir mig á Matthías Johannessen á blaðamannafundum fyrir hálfri öld. Matthías spurði alltaf eins og einlægur bjáni. Með þeim árangri, að menn reyndu að skýra mál sitt. Þetta virkaði vel. Menn sögðu stundum töluvert meira en þeir höfðu áður ætlað sér.