Barmahlíð

Þjóðleiðir

Frá Bjarkarlundi um Reykjanesfjall og Barmahlið að Seljanesi á Reykjanesi.

Um Barmahlíð orti Jón Thoroddsen ljóðið: “Hlíðin mín fríða / hjalla meður græna / og blágresið blíða / og berjalautu væna, /á þér ástar-augu /ungur réð ég festa, / blómmóðir besta.”

Förum frá Bjarkarlundi til suðurs fyrir vestan Berufjarðarvatn og fyrir vestan Alifiskalæk. Áfram til suðurs upp á Hlíðarháls og fyrir austan toppinn á Sléttafelli. Enn til suðurs fyrir vestan Bollavatn og komum suður að Ísavatni vestanverðu. Þar liggur hringslóð um Reykjanesfjall. Við Ísavatn beygjum við af slóðinni til austurs og förum norðan við ónefnt vatn og síðan austur og niður Barmahlíð að Seljanesi á Reykjanesi.

8,4 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Reykjanesfjall, Reykjanes, Vaðalfjöll, Vaðalfjallaheiði, Hafrafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort