Bardagi um leikverk

Punktar

Ekki þarf um sár að binda, þar sem Jón Viðar geysist með brugðinn brand um leikverkið Óþelló eftir Gísla Örn. Meitlaður leikdómurinn sjálfur er með meiri háttar ritverkum ársins. Jakob S. ber klæði á vopnin, tekur undir sumt hjá Jóni Viðari og segir í fyrirsögn: „Leikhúsi má mistakast“. Hann fer yfir söguþráð og sálgreiningu Óþellós hjá Shakespeare. Sýnir fram á, að leikverk Gísla Arnar fer út um víðan völl. Frumtexti Shakespeare sýnir að venju afleiðingar af hugsýki persóna. Það er sérgrein hans. Gísli Örn snýr ýmsu á hvolf og týnir Shakespeare í melódrama sínu. Gott er þó að geta rifizt um annað en pólitík á gamlárskvöldi.

Jón Viðar

Jakob S.