Bannið bjó til mafíu

Punktar

Bannárin í Bandaríkjunum eru gott dæmi um hættu af banni á hegðun á gráum svæðum. Áfengisbann skóp bandaríska mafíu, sem gróf undan þjóðskipulaginu. Keppti við ríkið og magnaði spillingu fólks, sem sagði ekki til glæpamanna. Þegar áfengi var leyft aftur, rak mafían vændi, fjárhættuspil og fíkniefni. Sama sagan varð um allan heim. Bann við vændi, fjárhættuspili og fíkniefnum framleiddi skipulagðar mafíur. Fyrir stríð voru grá svæði leyfileg í Evrópu. Leyfa ber aftur vændi, fjárhættuspil og fíkniefni. Grefur undan skipulögðum glæpum. Bjargar einnig ríkisfjárhag með ríkisrekstri fíkniefna í apótekum.