Þetta var eins og í Sovétríkjunum sálugu. Ferðamaður frá Ítalíu tók mynd af sögufrægu húsi, þinghúsinu í Reykjavík, eins og tugþúsundir manna gera daglega af þinghúsinu í Washington. En aularnir í löggunni eltu ferðamanninn inn á veitingahús, handtóku hann og héldu í fangelsi í sólarhring. Margir löggumenn stíga ekki í vitið og það getur kostað mikið, þegar slíkir komast þar til áhrifa. Hvorki þeir né stofnunin að baki þeirra getur borgað tjón af völdum löggumanna, sem ruglast af gálausu tali um hryðjuverk og fara að ráðast á grunlausa ferðamenn í borginni.