DV reiknaði, að vextir á 500 milljarða láni ríkissjóðs til bjargar bönkum kosti hvern Íslending 64.000 krónur á ári. Til þess þarf hver Íslendingur að vinna sér inn 100.000 krónur á ári. Þetta er herkostnaður venjulegs fólks af oflæti bankastjóra, sem hafa galað á fjóshaugum og hagað sér eins og fífl. Því miður komumst við ekki hjá að borga þetta, því að stjórarnir lögðu undir fjöregg þjóðarinnar. Þjóðin á samt ekki að sætta sig við að það gerist refsilaust. Krafa ríkissjóðs á að vera, að reknir verði stjórarnir, áður en bankarnir fá að seta skítuga puttana í þessa peninga almennings.