Bankar í fallhættu

Punktar

Verði nýju bankarnir áfram jafn hliðhollir eignarhaldsfélögum útrásarinnar og þeir hafa verið, verða þeir gjaldþrota. Þeir þola ekki margar afgreiðslur af einkavinatagi á borð við Árvakur og Milestone. Ef bankaráð og -stjórar þeirra halda áfram að haga sér eins og peningar séu skítur, er voðinn vís. Erlendir fræðingar segja sumir líklegt, að nýju bankarnir verði gjaldþrota eins og hinir gömlu, fyrst Landsbankinn. Verða skelfileg tíðindi fyrir þá, sem eiga fé þar inni. Einkum munu lífeyrissjóðirnar fara illa út úr slíku gjaldþroti. Þeir hafa 10% af eigum sínum á innlánsreikningum, 158 milljarða.