Bankar eru glæpafélög

Punktar

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn styður hagsmuni banka og hefur alltaf gert. Því miðast ráðstafanir hans við banka, ekki við fólk. Þegar Íslandi var stjórnað af sjóðnum, var ekkert gert til að koma böndum á banka. Þegar sjóðurinn fór, áttu ríkisstjórn og alþingi að gera það, en gerðu ekki. Taka þarf af bönkum réttinn til að framleiða peninga með sjónhverfingum. Taka þarf ríkisábyrgð af bönkum. Taka þarf af þeim réttinn til að greiða ofurlaun. Taka þarf burtu bankaleyndina. Allt þetta þarf pólitíkin að gera, því að bankar eru í eðli sínu glæpafélög í eigu vogunarsjóða. Sem ekki má meðhöndla með silkihönzkum.