Bankar eru gæludýrin

Punktar

Af blindri hlýðni við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn er ríkisstjórnin í villum. Krafa sjóðsins er varðstaða við banka og fjármagn. Steingrímur J. Sigfússon og ríkisstjórnin túlka þetta sem skilyrðislausan forgang bankaeigenda. Þess vegna getur ríkisstjórnin ekki framkvæmt önnur forgangsmál. Í fyrsta lagi getur hún ekki afnumið bankaleynd, þótt allir bankaglæpir byggist á henni. Í öðru lagi getur hún ekki fyrnt kvótann og boðið hann út. Gengi banka byggist einmitt á, að kvótagreifar haldi þýfinu og geti borgað óreiðuskuldir sínar. Í þriðja lagi fá bankar að rukka eins og engir hæstaréttardómar hafi fallið.