Leyniskýrslurnar um Guantanamo fela í sér skrásetningar á yfirheyrslum. Þær sýna, að fangelsið er botnlaust rugl. Tugir fanga eru saklausir af öðru en að hafa verið á röngum stað á röngum tíma. Eins og fiskar, sem lenda utan kvóta í botnvörpu. Lýsingarnar á framferði fulltrúa Bandaríkjastjórnar minna á geðveikrahæli. Heilt apparat í bandarískri stjórnsýslu er einfaldlega geðveikt. Frásagnir kerfisins af fangelsinu hafa frá rótum verið endalaus og samfelld lygi. Allt er það frosið fast í tíma. Barack Obama lofaði að loka Guantanamo, en mun aldrei gera það. Því Bandaríkin sjálf eru geðveikrahæli.