Bandamenn taldir óvinir

Punktar

Um öll vestræn ríki klóra menn sér í hausnum út af tölvu-ofbeldi Bretlands og Bandaríkjanna. Hakkarar NSA og GCHQ réðust til dæmis á Belgacom. Stjórn Belgíu hefur opinberlega kvartað. Áður höfðu menn talið, að Kínastjórn væri að baki skæruhernaðarins. En það reynast vera stjórnlausar leyniþjónustur Bretlands og Bandaríkjanna. Engin leið er að fá stjórnir ofbeldisríkjanna til að tjá sig um framvindu málsins. Furðulegt er, að ríki skuli vilja vera í hernaðarbandalagi með Bretlandi og Bandaríkjunum. Er líta á bandamenn sína sem svarna óvini. Og svífast einskis í að grafa undan bandalagsríkjum sínum.