Króatía, Albanía, Makedónía, Bosnía og Serbía-Svartfjallaland hafa bókstaflega fengið gullið tækifæri til að bæta sig. Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í Porto Carras að opna fyrir möguleika á aðild ríkja Balkanskagans, ef þau taka til hendinni gegn spillingu og skipulögðum glæpum og efla lýðræði heima fyrir. Talað er um, að af aðild geti orðið árið 2007. Ef ríkin þróast í þessa átt, ætlar Evrópusambandið ætlar næstu árin að gefa þeim sem svarar 20 milljörðum íslenzkra króna til viðbótar við 600 milljarða, sem áður var úthlutað í sama skyni. Því meiri framfarir, þeim mun hærri styrkir, sagði Costas Simitis, fundarstjóri í Porto Carras. Frá þessu segir Voice of America. Fyrr en varir nær Evrópusambandið yfir alla Evrópu, nema útnáraríkin Ísland og Rússland.
