Author Archive

Sjanghæ

Veitingar

Sjanghæ er íslenzkt eintak af hinni engilsaxnesku útgáfu kínverskra veitingahúsa. Sem slíkt er Sjanghæ vel heppnað. Þar er gestum sýnd góð umönnun og borinn ágætur matur í þægilegu, en kínverjalausu umhverfi. Meira er tæpast hægt að fá í nánast kínverjalausu þjóðfélagi.

Erlendis laðast kunnáttumenn að þeim kínverskum matstofum, sem Kínverjar sækja sjálfir. Þar veita viðskiptavinir aðhald, er skortir á hinum stöðunum, sem sóttir eru af Vesturlandabúum. Þeir eru til dæmis látnir snæða chop suey, sem ekki er kínverskur réttur, heldur bandarískur, eða wun tun, sem raunar er líka vestrænn.

Sjanghæ er lítt áberandi að utanverðu, svo sem eins og ein hurð milli tveggja verzlanahurða. Þar er gengið beint niður í gluggalausan kjallara, þar sem sæmilega rúmgott er fyrir 32 gesti í frekar mjóum og notalegum, vinkillaga sal.

Í gylltu reitalofti hanga kínverskar lugtir með gegnsæjum myndum og löngum dúskum. Á veggjum eru kínverskar myndir og risavaxinn blævængur. Dökkbrúnar viðargrindur ná upp á miðja, ljósa veggi. Innst er laust skilrúm í kínverskum stíl.

Vandaðir tréstólar með léttbólstraðri setu eru við hvítdúkuð borð, sem bera kerti, sósu- og kryddstand, tannstöngla, rýrar pappírs-munnþurrkur, kínverska diska og skálar. Þetta er að búnaði í hópi hinna vandaðri kínverskra veitingahúsa.

Þjónusta er einkar lipur í Sjanghæ. Starfsfólk vissi meira að segja, hver hafði pantað hvað. Ekki skaðar, að forstjórinn er sjálfur á ferðinni í salnum, ævinlega reiðubúinn til ráðlegginga og útskýringa. Hann er ekki í neinum forstjóraleik, heldur ákveðinn í að ná árangri. Sem hann gerir.

Margs konar te

Sjanghæ hefur metnað umfram hið venjulega á engilsaxneskum stöðum af þessu tagi. Dæmi um það er, að boðnar eru margar tegundir af te, til dæmis græn blanda staðarins, jasmín-te, japanskt te og gunpowder-te. Japanska teið er einna mildast og sennilega næst íslenzkum óskum. En allt teið er gott.

Það er borið fram í leirkatli, sem haldið er heitum yfir kertaljósi í samstæðum leirstandi. Teið er drukkið úr samstæðum leirbollum, ætíð sykur- og mjólkurlaust. Ketillinn rúmar mikið magn, enda er te drukkið allan tímann, – líkt og borðvín á vestrænum stöðum. Aðeins eitt borðvín er frambærilegt í Sjanghæ, Chateau Fontareche 1984.

Súpurnar eru einna bezti maturinn í Sjanghæ, þótt þær séu ekki mjög kínverskar. Slíkar súpur eru yfirleitt tærar, en í Sjanghæ eru þær fullar af fastri fæðu. Við prófuðum milda wun tun súpu með rækju og kjöti í ravioli-hveitibelgjum, sterka Peking-súpu með grænmeti og kjúklingatægjum, krabba- og maíssúpu með káli, svo og maís- og kjúklingasúpu. Allar voru þær snarpheitar, seðjandi og ljómandi góðar.

Vorrúllan reyndist hins vegar léleg, hörð, þykk og innihaldsrýr, lakari en gengur og gerist í veitingastöðum landsins. Líklega er skýringin sú, að íslenzkar pönnukökur eru þynnri og líkari kínverskum en hinar engilsaxnesku eru, og kokkarnir í Sjanghæ hafa lært í Bretlandi eða Bandaríkjunum.

Í Kína eru vorrúllur raunar ekki djúpsteiktar, heldur bornar fram opnar eins og íslenzkar pönnukökur. Gestir smyrja síðan fyllingunni í þær og loka þeim eins og hér. Munurinn er, að þar er notað kjöt og fiskur, en hér sykur, sulta og rjómi.

Aðalréttir eru margir í Sjanghæ. Á matseðlinum eru þeir flokkaðir eftir hráefni í rækjur, humar, fisk, smokkfisk, svín, naut, lamb, kjúkling og önd. Í hverjum flokki fyrir sig eru svo hinar sérstöku matreiðsluaðferðir taldar, chop suey, súrsætt, með sveppum og bambus-spírum, með grænmeti, með papriku og með baunaspírum.

Í rauninni er margt hvað öðru líkt. Okkar reynsla var, að réttur kallaður súrsætur var hinn sami og annar með grænmeti, réttur með sveppum og bambus-spírum var nokkurn veginn hinn sami og með papriku. Við prófuðum hvorki chop suey né baunaspírurétti, en gætum trúað, að þeir væru svipaðir, því að chop suey einkennist einmitt af baunaspírum.

Á hitaplötum

Allir aðalréttirnir voru settir á hitaplötur á borðum gesta til að halda matnum heitum. Ef margir eru saman við borð, er sjálfsagt að panta mismunandi rétti, jafnmarga og gestirnir eru eða einum fleiri. Þá getur fólk smakkað sitt af hverju, alltaf jafnheitu. Í Kína er raunar algengt, að réttir séu snæddir samhliða, en ekki í röð eins og á Vesturlöndum.

Í Sjanghæ eru einnig boðnir fjórréttaðir kvöldverðir, sem gefa tiltölulega skýra mynd af matreiðslu staðarins. Ennfremur er þar sérstakur hádegisseðill, sem er mun styttri og nokkru ódýrari en kvöldseðillinn.

Í hádeginu var miðjuverð aðalrétta 322 krónur og á kvöldin 380 krónur. Súpur voru á 100 krónur í hádeginu og 135 krónur á kvöldin. Miðjuverð þriggja rétta máltíðar með te og rauðvíni var 906 krónur í hádeginu og 1008 krónur á kvöldin. Ef valinn var fjórréttaður matseðill, var miðjuverðið 1225 krónur.

Vínið er reiknað með til að fá betri samanburð við önnur veitingahús, sem skrifað hefur verið um í þáttum þessum. Samkvæmt þessu er Sjanghæ í þeim verðflokki veitingahúsa, sem er mitt á milli meðalverðs og lágs verðs.

Sjávarréttir reyndust betur en kjötréttir. Djúpsteiktar rækjur, bornar fram í sætsúrri sósu, voru góðar og ríkulega skammtaðar. Smokkfiskur með grænmeti var mátulega stinnur, laus við seigju, góður á bragðið. Smokkfiskur í karrí var ekki síður góður. Kínverska matreiðslan virðist eiga vel við íslenzkt hráefni sjávarins.

Djúpsteiktur kjúklingur var ómerkilegur. Tveir nautakjötsréttir, annar með sveppum og hinn með seljustönglum, voru næstum eins á bragðið, báðir fremur góðir. Ennfremur var svínakjöt á teini, svokallað saté, ágætt á bragðið. Beztu kjötréttirnir voru endur, annars vegar steikt önd með papriku og bambus-spírum og hins vegar Peking-önd með stökkri skorpu utan um mjúkt kjöt. Hún var bezt og raunar dýrust.

Ekki soðið, heldur hitað

Grænmetið, sem fylgdi aðalréttunum, var ekki soðið, heldur hitað. Þess vegna var það stinnt og gott, laust við slepjuna, sem fylgir íslenzkri ofsuðu grænmetis. Hrísgrjón fylgdu öllum réttum, borin fram sér á kvöldin, en á aðalréttadiski í hádegi.

Sjanghæ hefur komið sér upp safni af dósum með hinum og þessum austrænum ávöxtum niðursoðnum, svo sem lichee, mango, loquat, rambuteau, langan og kiwi. Við prófuðum rambuteau, sem okkur líkaði illa, og loquat, sem okkur líkaði vel. Gaman er að prófa slíka rétti, þótt þeir séu í sjálfu sér ekki merkilegri en niðursoðnir ávextir vestrænir.

Þrátt fyrir engilsaxneskuna er þetta einn af betri matstöðum landsins.

Jónas Kristjánsson

Kvöldverðarseðill með dæmigerðum réttum:
900 Kjúklingasúpa
Súrsætur fiskur
Svína chop suey
Sæt vorrúlla
900 Krabba- og maíssúpa
Rækjur með grænmeti
Nautakjöt með bambus-spírum og sveppum
Ávaxtasalat
995 Wun tun súpa
Súrsætar rækjur
Kjúklinga-karrí
Lychee
1250 Peking-súpa
Humar með grænmeti
Pekingönd
Djúpsteiktur banani með ís

DV

Mínusrekstur með handafli.

Greinar

Ein stærsta útgerð og fiskvinnsla landsins hefur verið sögð til sveitar í Reykjavík og hver skuttogarinn á fætur öðrum er sleginn á nauðungaruppboði. Þessi dæmi sýna, að óhætt er að þessu sinni að taka mark á kveinstöfum úr sjávarútvegi, þótt oft hafi þar verið hrópað: “Úlfur, úlfur!”

Meginástæða vandræðanna er, að ríkisvaldið hefur breytt núllrekstrarstefnu sjávarútvegs í mínusrekstrarstefnu. Áfram er Þjóðhagsstofnun látin reikna stöðu greinarinnar og tölurnar notaðar sem grundvöllur millifærslna. En nú er ekki lengur reiknað upp í núll, heldur upp undir núll.

Þegar ríkið rekur slíka mínusrekstrarstefnu ár eftir ár, rýrna eignir atvinnugreinarinnar. Það hefur einmitt gerzt í sjávarútvegi síðustu fimm árin. Því er meira að segja haldið fram, að andvirði þrjátíu skuttogara hafi gufað upp í taprekstri þessara fáu ára.

Ríkisvaldið hefur einfalda leið til að stjórna gengi sjávarútvegs, hvort sem stefnt er að núllrekstri eða mínusrekstri. Það gerist með gengisskráningu. Hún er skráð með opinberu handafli, en ekki í neinu samræmi við markaðslögmál. Hún er pólitískt mál.

Ríkisstjórnir nota verðlagningu erlends gjaldeyris til að láta sjávarútveginn leysa pólitísk vandamál á öðrum stöðum í þjóðfélaginu. Fremstur fer þar hinn hefðbundni landbúnaður, sem þarf hinar sjálfvirku hækkanir og er um leið botnlaus hít fjárfestinga.

Þegar búið er að láta landbúnaðinn hafa sitt, þurfa ríkisstjórnir að líta á hag fyrirtækja og fjölskyldna, sem hafa atvinnu af öðru en útflutningi vöru og þjónustu. Það kostar mikið fé að hafa þá hluti í lagi og endar auðvitað með, að ekki má lækka gengið.

Áður fyrr var gengi íslenzku krónunnar oft skráð með töluverðu tilliti til, að sjávarútvegurinn gæti hangið í núllrekstri. Nú er gengið skráð með tilliti til, að ríkisstjórnin lendi ekki í of miklum útistöðum við landbúnað og launafólk.

Þetta getur um tíma mýkt setuna í ráðherrastólum, en hefnir sín fyrr eða síðar. Og núverandi ríkisstjórn fær sennilega makræði sitt í hausinn fyrir næstu kosningar. Hún mun að lokum komast að raun um, að gengisskráning með handafli hefnir sín grimmilega.

Ríkisstjórnir þurfa að venjast þeim hversdagsleika að geta ekki millifært vandamál með krampakenndri fastgengisstefnu. Ef þær neita sér um þetta tæki eru meiri líkur en ella á, að gripið sé til einhverra skynsamlegra ráðstafana, sem ekki koma þjóðarbúinu á höfuðið.

Raunar er enginn aðili fær um að segja, hvert skuli vera gengi raunverulegs, erlends gjaldmiðils, ekki einu sinni Jóhannes Nordal. Eina aðferðin við að finna, hvaða verðmæti eru búin til í útflutningsatvinnuvegunum, er að láta markaðinn ráða, framboð og eftirspurn.

Við erum svo lokuð fyrir gildi markaðarins við ákvörðun peningastærða, að við neitum okkur um að fara að fordæmi annarra þjóða, sem ákveða fiskverð á markaði. Hér er fiskverð ákveðið með opinberu handafli, sem lyftir vondum fiski á kostnað góðs fisks.

Hin heimatilbúna heimska handaflsins gat gengið hér á landi öll árin, þegar ríkisstjórnir sættu sig við að leysa vandamál sín með núllrekstri sjávarútvegs. Blóðmjólkunin hófst ekki fyrir alvöru fyrr en núverandi ríkisstjórn byrjaði að mínusreikna greinina, sér til tímabundinna þæginda.

Jónas Kristjánsson

DV

Annar minnisvarði.

Greinar

Barizt hefur verið fyrir frjálsu gengi í leiðurum þessa dagblaðs og forvera þess í hálfan annan áratug. Ríkisstjórnir hafa ekki tekið mark á þessu. Sú, sem nú situr, rekur krampakennda fastgengisstefnu. En í útgerð og fiskvinnslu er fólk farið að hlusta.

Á nýliðnum aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva var sett fram krafa um, að skráning gengis krónunnar verði miðuð við útflutningsgreinar. Enn fremur var þar sagt, að sífellt háværari raddir um frjálst markaðsverð á gjaldeyri verði ekki lengur kveðnar niður.

Áður hafði Landssamband íslenzkra útvegsmanna samþykkt að óska þess, að gjaldeyrisverzlun verði gefin frjáls. Þannig eru hagsmunaaðilar smám saman að missa trú á skottulækna, sem hafa sagt sjávarútveginum, að lækkað gengi komi honum ekki að gagni vegna erlendra skulda hans.

Meira að segja forsætisráðherra gaf í haust þessa játningu: “Við höfum haldið svo stíft á genginu, að það er gagnrýnivert.” En ríkisstjórn hans telur samt nauðsynlegt að halda dauðahaldi í skráninguna til að auðvelda sér baráttu við víxlhækkanir á vísitölum.

Ríkisstjórnin bætir síðan eins og aðrar fyrri gráu ofan á svart með því að hafa aðdraganda gengislækkunar svo langan og stökkin svo stór, að spákaupmennska eyðir árangri, sem hefur náðst á öðrum sviðum. Í fyrra var til dæmis eytt í einu vetfangi sparnaði ársins vegna jákvæðra vaxta.

Enginn neitar lengur, að lægra gengi krónunnar sé áhrifaríkasta aðgerðin til að eyða halla á viðskiptum Íslands við útlönd og eyða söfnun skulda í útlöndum. Og nú er svo komið, að jafnvel ráðherrar telja vera sitt brýnasta verkefni að hafa hemil á skuldasúpunni.

Auðvitað fylgja vandamál hinu lægra gengi. Skilað er til baka til sjávarútvegs og annarra útflutningsgreina fjármunum, sem hafa haldið uppi velgengni í öðrum greinum. Minna verður til ráðstöfunar til að halda uppi hefðbundnum landbúnaði og lífskjörum utan sjávarútvegs.

En svo mjög hafa aukizt skuldir okkar í útlöndum, að skilningur fer ört vaxandi á, að útsölu á erlendum gjaldeyri verður að linna, þótt hún komi mörgum vel. Þjóðin hefur ekki lengur efni á fastgengisstefnu, sem leiðir til gífurlegrar sóknar í gjaldeyri.

Einn minnisvarði stendur eftir ríkisstjórnina. Hún hefur losað um vextina í landinu og búið til raunvexti. Þetta hefur stóraukið sparifé í bönkum. Jafnvægi á þó langt í land, enda tekur tíma að lækna afleiðingar áratuga ofbeldis hins opinbera gegn sparnaði í landinu.

Svo traustir eru raunvextir orðnir í sessi, að formenn stjórnarflokkanna eru farnir að gæla við hugmyndir um að skattleggja hinn jákvæða hluta vaxtanna, þann sem er umfram verðbólgu. Slíkar hugrenningar benda til, að jákvæðu vöxtunum verði leyft að lifa – sem tekjustofn!

Ríkisstjórnin mundi reisa sér annan minnisvarða jafnmerkan, ef hún losaði um gengi gjaldeyris. Fljótt kæmi í ljós, að lækningamáttur slíks framtaks er ekki síður undraverður en hinna frjálsu vaxta. Og mundu ekki allir fagna stöðvun skuldasöfnunar í útlöndum?

Alveg eins og æskilegt er að nálgast jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar lánsfjár, þá er æskilegt að nálgast jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar gjaldeyris. Í báðum tilvikum gerist það með því að leyfa markaðinum að ákveða kjörin á sjálfvirkan hátt, án opinberra afskipta.

Jónas Kristjánsson

DV

Sombrero

Veitingar

Sombrero mun vera það, sem við köllum stundum Mexikanahatt. Það er víðáttumikill hattur, sem varpar skugga á eigandann. Og satt er, að veitingahúsið Sombrero spannar vítt, frá Napólí til Houston. En flóknara er að svara, hvort það varpar skugga á eitthvað, til dæmis matarhefðir úti í heimi.

Þetta lítur út eins og veitingahús fyrir ferðamenn. Kraftaverk hefur nánast verið unnið á hartnær gluggalausum kjallara undir bakhúsi, sem aldrei var byggt. Innréttað hefur verið hvítt Miðjarðarhafs-veitingahús með bogahvelfingum, svo og bar og kamri, sem líta út eins og kofar á leiksviðsmynd af ströndinni.

Vinsælt er að sitja hér á einföldum stólum svörtum við rauðdúkað borð undir koparlitum vegglugtum. Á borðunum eru plattar úr fléttuðum viði, kerti og blóm, svo og hnífapör vafin í þunnar munnþurrkur úr pappír. Bezt verður stemmningin í fullu húsi við spánskt raul þægilegt með gítarundirleik.

Þjónusta er hjálpfús og vingjarnleg, en ekki beinlínis skólagengin. Hið eina óþægilega er stéttaskiptingin, þar sem annars vegar eru gestir og hins vegar maður, sem virðist vera eigandi eða forstjóri og einhverjir menn í kringum hann, sem sitja við sérstakt háborð og tala í síma. En þetta á ef til vill að veita einhvern Napólí- eða Palermó-stíl.

Veitingasalurinn myndar L um skenk og pizzueldhús. Þar má sjá lipran kokk búa til pizzur frá grunni. Pizzur staðarins eru að minnsta kosti jafngóðar og í Sælkeranum og eru hinar beztu hér á landi. Þær fást í 20 útgáfum og voru að miðjuverði á 315 krónur. Það eru langbeztu kaupin á staðnum. Með hálfri rauðvínsflösku og espresso ætti hún að kosta um 600 krónur á mann. Það verð og þau gæði eru nægt tilefni vinsælda þessa tæplega ársgamla staðar.

Chilli con carne kemur frá Texas

Deilt er um, hvaðan pizzur séu upprunnar. Sumir segja þær suðurítalskar, en aðrir bandarískar. Alténd eru þær ekki frá spánska menningarheiminum, sem nafnið Sombrero virðist þó fremur höfða til. Baccalá og pæla eru fulltrúar Spánar og empanadas fulltrúi Chile, Chilli con carne kemur frá Texas og lasagna frá Ítalíu. Þar með er mest af hinu þjóðlega upp talið.

Empanadas er chileanskur for- eða snarlréttur, maískaka fyllt hakki, lauk, eggjum, olífum og þurrkuðum ávöxtum, sem hér voru rúsínur. Fyllingin var matar- og bragðlítil, en kakan afar þykk, seig og vond. Ég hélt, að þetta væru mistök og prófaði nokkru síðar, en fékk nákvæmlega sömu útreið.

Chilli con carne er texanskur réttur, sem Mexikanar afneita með öllu. Það er hakk, rækilega kryddað chilli-pipar. Upprunalega var það án nýrnabauna, en nú eru þær yfirleitt hafðar með. Svo er hér. Hakkið var mun bragðdaufara en ég átti von á og ekki nógu merkilegt hakk fyrir 375 krónur.

Pæla kemur upprunalega frá Márum, sem kynntu Spánverjum hrísgrjón. Útgáfurnar eru óteljandi, allar fallegar, með mismunandi kjöti, skelfiski og grænmeti. Hrísgrjónin eiga að vera lítið soðin og blandan saffran-krydduð. Pælan í Sombrero fól í sér öðuskel, humar, úthafsrækju og kjúkling. Hún var falleg og æt, en engin himnaríkisfæða.

Saltfiskur að hætti Baska reyndist vera keimlíkur saltfiski að hætti Íslendinga. Fiskurinn sjálfur var góður, en hann var borinn fram með hveitisósu, frystum baunum og dósaspergli, sem ekki bættu fiskinn neitt, svo og ferskri steinselju og eggjum.

Flamenca-eggin voru góð. Þau voru tvö, listilega og léttilega spæld, með sneiddri pylsu ofeldaðri, strengbaunum og frystum baunum, borin fram á pönnu. Rétturinn var ekki þakinn rauðum pipar, svo sem vera ber, heldur tómatþykkni.

Virðast kunna ítölskuna bezt

Bezti þjóðarhefðarétturinn var hin ítalska lasagna. Það eru plötur úr eggjapasta, bakaðar í lögum með fyllingu á milli. Hér voru þetta þunnar og góðar plötur með hæfilega miklu kjöthakki milli laga og osthjúp ofan á. Kannski kunna menn bezt að elda upp á ítölsku í eldhúsi Sombrero.

Með öllum þessum og öðrum aðalréttum var borið fram ágætis hrásalat og brauð. Í salatinu voru jafnan olífur. Brauðið var oftast gróft hollustubrauð, borið fram með smjöri án álpappírs.

Súpur reyndust góðar. Bragðsterk grænmetissúpa tær fól í sér grænar baunir, seljustöngulbita og strimla af rófum og gulrótum. Skelfisksúpa með humri, skötusel, dósakræklingi, rækju og tvenns konar papriku var enn betri. Báðar voru bornar fram með grófu brauði og smjöri.

Djúpsteiktur smokkfiskur var sem betur fer laus við fitubragðið úr pottinum, en hafði því miður lítið eigið bragð. Mun betri reyndist smokkfiskur a la planche. Hann var meyr, bragðgóður og bragðréttur, borinn fram með kryddhrísgrjónum. Þetta var bezti maturinn, sem prófaður var.

Sjö hvítvínssoðnar öðuskeljar voru góðar, bornar fram með sósu í skeljum og hrísgrjónabeði. Brauð fylgdi, en ekki salat.

Ofnsteiktur kjúklingur var dökkur, matarmikill, afar meyr, hæfilega kryddaður og góður. Skorpan var mjúk og örlítið sætsúr. Með fylgdu ofsoðnar og linar strengbaunir og linar, vondar franskar kartöflur, svo og dökk olífusósa.

Lamb á teini var mun lakara. Það var þrælsteikt, ofsalega kryddað og sérstaklega þó saltað, borið fram á haug af ýmsu gumsi, svo sem kryddhrísgrjónum, gúrku, tómati, papriku og lauk.

Ísar tveir, sem prófaðir voru, reyndust vera góðir, myntuísinn frekar góður og líkjörsísinn mjög góður. Kaffið úr ítölsku kaffivélinni var hið ljúfasta, fáanlegt í ýmsum útgáfum. Vínlistinn er heldur betri en gengur og gerist hér á landi.

Sombrero býður hlaðborð í hádeginu. Þar var heit súpa, tveir heitir kjötréttir og tveir heitir fiskréttir, fjórar tegundir síldar, tvenns konar hrásalat, eggjakaka, sneiðar af ýmsu kjöti og pylsum, harðsoðin egg, spánskt salat og margt fleira. Þetta var selt eftir vigt, 100 grömmin á 80 krónur. Úrvalið er töluvert, en heiti maturinn hættir að vera lystugur, þegar fyrsti hálftíminn er liðinn. Þetta er þó hagkvæmt og nothæft þeim, sem koma klukkan tólf, þegar maturinn er nýframborinn.

Að pizzum og hádegistilboði frátöldu er miðjuverð þriggja rétta málsverðar með kaffi og hálfri vínflösku um 1070 krónur á mann. Sombrero er því í svokölluðum miðjuflokki verðlags íslenzkra veitingahúsa. Miklu meira vit er í 600 króna pizzuveizlunni, sem ofar er getið.

Í Sombrero fæst ekki gaspacho de zaruela frá Spáni, ceviche eða tortillas frá Mexikó, parillada eða sopapillas frá Chile. Staðurinn er léleg kynning á matreiðslu spánska menningarheimsins, svo sem hvar annars staðar á ferðamannaströnd. Sérstaðan er bara sú, að hér eru fölir gestir norður við Dumbshaf að rifja upp síðustu Spánarferð og spá í þá næstu.

Jónas Kristjánsson

Dagsseðill:
120 Skelfisksúpa
360 Pönnusteiktur silungur með kryddjurtafyllingu
375 Hvítvínssoðinn skötuselur
590 Aligrísasteik með rauðvínsósu og bakaðri kartöflu
140 Mintuís með súkkulaðisósu

Fastaseðillinn:
145 Kjúklingasúpa
145 Gratineruð lauksúpa
155 Rjómalegin spergilsúpa
240 Rækjukokkteill
225 Salat El Sombrero, grænmeti, olífur, skinka, túnfiskur
210 Huevos Flamenca, ofnbökuð egg með skinku og grænmeti
335 Smokkfiskur a la planche með hrísgrjónum og salati
350 Pönnusteikt smálúða meuniere með rækjum og sveppum
335 Djúpsteiktur smokkfiskur a la espanda
340 Baccalo a la vasca
790 Grillsteiktur humar með steinseljubrauði og salati
380 Grilluð lúða með ofnbökuðum kartöflum, salati og salsa aioli
560 Pæla a la valenciana, kjúklingur, skelfiskur og hrísgrjón
375 Chilli con carne
375 Lasagna
560 Grísakótilettur pitsaiola með tómatmauki og grænmeti
680 Nautapiparsteik með bakaðri kartöflu og sveppum
570 Lambahryggsneið með bakaðri kartöflu og grillsósu
545 Kryddlegið nautakjöt á teini með hrísgrjónum og salati
615 Grísalundir með rauðvínssósu og bakaðri kartöflu
145 Bláberjaís með rjómatoppi
155 Súkkulaði-mousse valenciana
160 Púrtvínslegnar melónusneiðar með vanillukremi
145 Mokkaís með rjóma og ristuðum hnetum

DV

Pólsk stjórn á Íslandi.

Greinar

Flugfreyjur njóta lítillar samúðar á Alþingi. Enda telja margir henta öðrum betur að fá bætt kjör en hálfgerðri yfirstétt á borð við flugfreyjur, til dæmis fiskvinnslukonum. Auk þess vita þingmenn af eigin reynslu, hversu notalegir eru dagpeningar og bílastyrkir.

Athyglisvert er, að duglegasti þingmaður Alþýðuflokksins, Jóhanna Sigurðardóttir, megnaði ekki að sannfæra einn einasta flokksbróður sinn á Alþingi um réttmæti málstaðar flugfreyja. Formaður flokks hennar hefur meira að segja sagt niðurstöðuna vera “góðan kost fyrir flugfreyjur”.

Þessi sundrung stjórnarandstöðunnar gerði stjórnarflokkunum kleift að berja á flugfreyjum með nýstárlegum og eftirminnilegum hætti á aðfaranótt kvennafrídagsins og þvinga forseta Íslands til að nota fríið sitt til að staðfesta lögin til að hindra fall ríkisstjórnarinnar.

Forsenda hinnar óvenjulegu næturafgreiðslu Alþingis er, að hún sé neyðarráðstöfun að mati samgönguráðherra, sem gegnir hlutverki Jaruzelskis í máli þessu. Á þingi vakti hann athygli á, hve mikilvægar væru flugsamgöngur innan lands og utan, sérstaklega að vetrarlagi.

Daginn áður var upplýst í blöðum, að “flugfélög á landsbyggðinni anna svo til algjörlega farþegaflutningum innanlands”. Ennfremur, að Arnarflug hygðist í millilandaflugi “bæta við einni ferð í dag”. Alkunnugt er, að góðar samgöngur eru til og frá Amsterdam.

Hægt er að segja, að verkfall flugfreyja hjá Flugleiðum hafi valdið farþegum óþægindum, en tæplega neyðarástandi. Hins vegar olli það fyrirtækinu miklu tjóni og má kannski líta á slíkt sem neyðarástand. Er það þá ekki í fyrsta sinn sem hagur Flugleiða telst þjóðarhagur.

Enn einu sinni hefur Alþingi reynzt vera afgreiðslustofnun fyrir aðila úti í bæ, sem ekki hefur lag á að umgangast starfsfólk sitt með venjulegum hætti. Enda leynir sér ekki fögnuður forstjórans. Hann sagði í blaðaviðtali, að lagasetningin væri “eina leiðin”.

Nú má vænta þess, að fleiri fyrirtæki, sem lenda í erfiðleikum út af kröfuhörku starfsliðs, snúi sér til hinnar pólskættuðu ríkisstjórnar landsins með beiðni um yfirlýsingu um neyðarástand. Við vitum frá Jaruzelski, að verkföll eru þjóðhagslega óhagkvæm.

Ennfremur má búast við, að umboðsmenn deiluaðila í kjarasamningum vísi hér eftir frá sér ábyrgð og segi við umbjóðendur sína, að þeir hafi í hvívetna staðið fast á sínu. Það hafi bara verið alþingismennirnir, sem hafi gripið í taumana og klúðrað málinu.

Hingað til hefur Sjálfstæðisflokkurinn í orði verið fylgjandi svokölluðum frjálsum samningum á vinnumarkaði. Það er því nýstárlegt að sjá á borði, að þingflokkur hans mundi kunna betur við sig á pólska þinginu en hjá heimtufrekum Íslendingum.

Um leið og hinn íslenzki Jaruzelski byrjaði að láta skína í tennurnar í byrjun þessarar viku, hurfu samningamöguleikar eins og dögg fyrir sólu. Þingmenn geta spurt sáttasemjara ríkisins, hvort hægt sé að ná samningum eftir að lagasetningu hefur verið hótað.

Verst er þó, að þingmenn skuli missa nætursvefn út af jafnsjálfsögðum hlut og Flugleiðahag, það er að segja þjóðarhag. Er ekki einfaldast fyrir andans bræður Jaruzelskis að setja almenn lög um bann við verkföllum, ekki bara vegna Flugleiða, heldur okkar hinna líka?

Jónas Kristjánsson.

DV

Íslensk ábyrgð á Unesco.

Greinar

Tímabært er orðið, að Ísland segi sig úr Unesco, menntastofnun Sameinuðu þjóðanna. Á aðalfundi stofnunarinnar í Sofiu hefur komið í ljós, að ekki eru horfur á umtalsverðri siðvæðingu þessarar ömurlegu stofnunar, þrátt fyrir úrsagnir, aðvaranir og aðra viðleitni.

Dæmigert fyrir neyðarástandið í Unesco er, að framkvæmdastjórn hennar fékk ekki að ræða einu gagnrýnu endurskoðunina á fjárreiðum stofnunarinnar, þá sem framkvæmd var af ríkisendurskoðun Bandaríkjanna, þar sem fram kemur, að þrjár krónur af hverjum fjórum fara í sukk í París.

Íslenzki fulltrúinn hjá Unesco hefur fengið nægilegt tækifæri til að komast að raun um, að breytinga er ekki að vænta. Hann hefur sjálfur setið í framkvæmdastjórninni fyrir hönd Norðurlandanna og axlað hluta ábyrgðarinnar á rekstri og stefnu stofnunarinnar.

Unesco hefur um skeið verið stjórnað og verður áfram stjórnað af samtökum umboðslausra harðstjóra í þriðja heiminum. Þessi samtök njóta stuðnings olíufursta og ráðamanna Sovétblakkarinnar. Þau vinna markvisst að beitingu stofnunarinnar gegn mannréttindum.

Hinir umboðslausu harðstjórar þriðja heimsins vilja fá að kúga þjóðir sínar í friði. Þeir hafna flutningi frétta af gerðum sínum og aðgerðaleysi. Þeir vilja hafa fjölmiðla að áróðurstækjum til stuðnings völdum sínum. Og þeim hefur tekizt það í flestum ríkjum heims.

Unesco hefur mjög verið beitt í máli þessu. Ályktanir og pappírsgögn stofnunarinnar hafa verið notuð til að hefta upplýsingaflæði í löndum harðstjóranna, til þeirra og frá þeim. Þau hafa verið notuð til að koma á skráningu blaðamanna og ritskoðun fjölmiðla.

Áherzlan í Unesco hefur flutzt frá mannréttindum almennings til réttinda harðstjóra til að ákveða sjálfir, hvað þjóni hagsmunum uppbyggingarinnar í löndum þeirra. Í reyndinni felast ákvarðanir þeirra í morðum og misþyrmingum, fangelsunum og fjárstuldi.

Gagnrýnin á Unesco hefur jöfnum höndum beinzt að kúgunarstefnu stofnunarinnar og svínaríinu í rekstri hennar. Þar við bætist svo persóna forstjórans, M’Bow, sem hagar sér eins og hann sé keisari í Senegal og hefur safnað um sig hirð gagnslausra skriðdýra.

Ljóst er, að engra endurbóta er að vænta á valdatíma M’Bow. Ennfremur er öruggt, að hann fer ekki frá völdum í náinni framtíð, því að hann gætir hagsmuna harðstjóranna, sem hafa tögl og hagldir í stofnuninni. Vonir um annað eru aðeins sjálfsblekking.

Sameinuðu þjóðunum og stofnunum þeirra hefur verið spillt með ýmsum hætti á undanförnum árum. Þær hafa fjarlægzt hugsjónirnar, sem réðu í upphafi. Engin þessara stofnana er þó eins djúpt sokkin og Unesco. Hún er því verðugt tilefni úrsagnar, öðrum til aðvörunar.

Bandaríkin yfirgáfu Unesco fyrir tæpu ári. Þá lýsti Bretland yfir úrsögn, sem kemur til framkvæmda um næstu áramót. Í erlendum fjölmiðlum hefur Ísland verið nefnt í hópi nokkurra ríkja, Danmerkur, Kanada og Japans, sem væru um það bil að gefast upp á aðildinni.

Því miður gaf ráðherraræðan, sem flutt var fyrir Íslands hönd á aðalfundinum í Sofiu. ekki miklar vonir um einbeitni af Íslands hálfu. Litlar horfur eru á, að Ísland hafni með úrsögn að bera frekari ábyrgð á fjármálaóreiðu Unesco og atlögu stofnunarinnar að mannréttindum í þriðja heiminum.

Jónas Kristjánsson

DV

Norrænar refsingar.

Greinar

Norræna viðskiptabannið á Suður-Afríku er okkur þægilegt í framkvæmd. Við seljum sama sem ekkert þangað og allra sízt tölvubúnað, sem er helzta bannvaran. Við kaupum þaðan lítils háttar af appelsínum, sem eru ekki nógu virðulegar til að komast á bannlistann.

Okkur er ekki að skapi stjórnarfar Búa í Suður-Afríku. Ríkisstjórn þeirra sigar lögreglunni á svarta borgara landsins og hernum á nágrannaríkin. Ríkisstjórn Suður-Afríku er raunar skólabókardæmi um hryðjuverkastjórn, sem við hljótum hjartanlega að fyrirlíta.

Úr því að við erum farin að skrifa undir svarta lista yfir listamenn og tölvubúnað, er orðið tímabært að taka upp flokkun á erlendum ríkisstjórnum í hreinar og óhreinar. Engin sérstök ástæða er til að einblína á Suður-Afríku. Stjórnarfarið þar er bara þetta venjulega.

Við kaupum olíu og bíla af Sovétríkjunum og seljum þangað fiskafurðir á borð við saltsíld. Sölumenn okkar og ráðuneytisstjóri viðskiptamála hafa verið staðnir að því að væla út óbeinan stuðning við skoðun ríkisstjórnar Sovétríkjanna á því, hvernig hún megi brjóta Helsinkisamkomulagið.

Ríkisstjórn Sovétríkjanna stundar hryðjuverk á borgurum landsins. Hún lokar þá inni á geðveikrahælum og gefur þeim inn eitur. Hún sendir þá í útlegð, þar sem ekkert fréttist af þeim. Hún neitar þeim um læknishjálp. Og hún gefur þeim ekki leyfi til að flytjast úr landi.

Í hryðjuverkum innanlands er ríkisstjórn Sovétríkjanna mjög svo sambærileg við ríkisstjórn Suður-Afríku. Hins vegar er hin fyrrnefnda miklum mun afkastameiri í ofbeldi gagnvart nágrannaríkjunum. Styrjöldin í Afganistan er hræðilegri en önnur hryðjuverk nútímans.

Þegar við tökum upp norrænt viðskiptabann á listamenn og tölvur gagnvart Suður-Afríku, er tímabært að gera það einnig gagnvart Sovétríkjunum og hverju einasta leppríki þeirra. Við verðum að hafa samræmi í tilraunum okkar til að hafa vit fyrir erlendum ríkisstjórnum.

Og það eru fleiri ríkisstjórnir en Suður-Afríku og Sovétríkjanna, sem víkja af hinum þrönga vegi dyggðanna. Þær eru raunar rúmlega hundrað í heiminum, er stunda hryðjuverk, sem eru svipuð eða verri en hin suðurafrísku. Þar á meðal eru nærri allar stjórnir svörtu Afríku.

Ef við ætlum að vera sjálfum okkur samkvæm, þurfum við að setja rúmlega hundrað ríkisstjórnir í viðskiptabaun. Við þurfum að búa til svarta lista yfir tölvubúnað og listamenn, sem fara þangað. Við eigum á hættu að óhreinka okkur af fleiru en Suður-Afríku og Sovétríkjunum.

Í rúmlega hundrað löndum jarðar sitja ríkisstjórnir, sem hafa ekkert umboð frá borgurunum. Þær fangelsa menn án vestrænna laga, misþyrma þeim og drepa þá. Þær stunda hryðjuverk gegn erlendum ríkjum. Meira að segja stjórn Bandaríkjanna stundar hið síðarnefnda.

Hryðjuverk stjórnar Bandaríkjanna í Nicaragua gætu hæglega komið henni á hinn svarta lista okkar yfir tölvubúnað og listamenn. Við gætum að minnsta kosti meinað Bandaríkjamönnum að kaupa af okkur afurðir hvala. Það væri álíka hagkvæmt og norræna viðskiptabannið.

Mikilvægast væri þó að nota norræna viðskiptabannið á Suður-Afríku til að skoða hug okkar um stöðu okkar sem aftaníossa norræns samstarfs. Við þurfum að spyrja okkur, hvort við séum skyldug til að éta allt upp eftir hjartahreinum frændþjóðum á hjara veraldar.

Jónas Kristjánsson.

DV

Frumvarp í fínu formi.

Greinar

Nýja fjárlagafrumvarpið hefur einn kost. Hann felst ekki í innihaldi þess. Það er óþarflega mikið og leiðir til allt of hárra niðurstöðutalna þess. Samkvæmt frumvarpinu er ríkissjóði einum ætluð rúm fjárráð í landinu, auðvitað á kostnað heimila og atvinnuvega.

Kostur frumvarpsins er breytt ytra form. Það er nú skiljanlegra en fyrr. Skýringar og dæmi þess eru mun ítarlegri en áður hefur þekkzt. Það er eins og framsetningunni sé ætlað að auka skilning lesenda fremur en að hindra hann eins og tíðkaðist í fyrri frumvörpum.

Fyrstu merki þessa sáust raunar í síðasta frumvarpi. Þar var í greinargerð sagt frá, hvernig frumvarpið gæti litið út á nýjan hátt, ef farið væri eftir staðli Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Síðan voru sett um þetta lög í fyrravor. Nýja frumvarpið er í töluverðu samræmi við þau.

Lánsfjáráætlun ríkisins er nú í fyrsta sinn hluti af greinargerð fjárlagafrumvarpsins, en ekki sérstakt plagg, sem birtist eftir dúk og disk. Samkliða frumvarpinu hafa verið lögð fram lánsfjárlagafrumvarp og þjóðhagsáætlun, en ekki skildir eftir opnir endar.

Bæði aðalfrumvarp fjárlaganna og viðbótarfrumvarp lánsfjárlaganna fá nú meðferð sömu þingnefndar, fjárveitinganefndar, og verða væntanlega afgreidd samhliða sem lög frá Alþingi fyrir jól. Þetta eru ólíkt vitrænni vinnubrögð en þau, sem hingað til hafa tíðkazt.

Hinn eini opni endi fjárhagsáætlana ríkisins, sem nú er eftir, felst í aukafjárveitingum ríkisstjórnarinnar án meðferðar og samþykkis Alþingis. Slíkar fjárveitingar hafa jafnan verið umtalsverður þáttur ríkisbúskaparins og raunar verið til umræðu að undanförnu.

Ein merkasta nýbreytni frumvarpsins er, að í greinargerð þess er í fyrsta sinn gerð rækileg grein fyrir öllum aukafjárveitingum þessa árs fram að 1. október. Þannig hefur fyrrverandi fjármálaráðherra að mestu svarað fyrirfram spurningum stjórnarandstöðunnar.

Athyglisvert er við þessa skrá, að 954 milljón króna aukafjárveitingar þessara níu mánaða eru ekkert einkamál Alberts Guðmundssonar. Hann hefur sjálfur úthlutað 5,4 milljónum af þessari summu. En að vísu vantar í myndina aukafjárveitingar frá fyrri hluta október.

Skráin sýnir, að helmingur aukaútgjaldanna stafar af kjarasamningum. Mest af hinum hlutanum er björgunaraðgerðir fyrir önnur ráðuneyti. Því miður stríðir sumt af þeim gegn afgreiðslunni, sem þær höfðu áður fengið í fjárveitinganefnd Alþingis og síðan Alþingis sjálfs.

Fleiri nýjungar fylgja frumvarpinu, þar á meðal yfirlit um allar skuldbindingar ríkissjóðs, þar á meðal ábyrgðir. Þá er töfluviðauki frumvarpsins ítarlegri og gagnlegri en nokkru sinni fyrr. Ennfremur er margvíslegur samanburður í töflum, sem víða fylgja skýringum frumvarpsins.

Ekki er frumvarpið þó enn orðið alveg heiðskírt. Þrátt fyrir staðal Alþjóða gjaldeyrissjóðs hafa niðurgreiðslur landbúnaðarafurða ekki enn verið fluttar til viðkomandi ráðuneytis. Og 149 milljón króna gjöf til Lífeyrissjóðs bænda er falin hjá samtals þremur ráðuneytum.

Slíkir annmarkar eru þó tiltölulega fáir. Að mestu leyti hefur verið reynt að auðvelda skilning fremur en að torvelda hann, létta samanburð fremur en að hindra hann, loka endum í stað þess að hafa þá opna. Að formi til er þetta bezta fjárlagafrumvarp í manna minnum.

Jónas Kristjánsson.

DV

Alex

Veitingar

Alex er smart. Þetta vinkillaga, 34 sæta blómahaf er allt í stíl. Gráblái liturinn í bar og stálstólum fer vel við bleika dúka. Allur borðbúnaður er samstæður. Á gólfi er glansandi parkett og í lofti þrjár víðáttumiklar viftur í gömlum stíl. Teikningar og málverk eru á ljósum veggjum. Undarlega rykkt gluggatjöld gamals tíma fara vel við stálhúsgögn nútímans.

Blómin eru helzta einkenni staðarins. Í gluggum eru pottablóm í hrönnum, í sumar meira að segja einnig utan við rúðurnar. Þau eru líka í ytra horni vinkilsins og víðar í salnum. Frísklega, afskorin blóm prýða borðin ásamt logandi kertum á kvöldin. Þá er Alex einkar rómantískur, kjörinn fyrir kurr í turtildúfum.

Hvert veitingahúsið á fætur öðru hefur verið reynt hér á austurhorni Hlemmtorgs. Núverandi eigendur Alex eru ekki hinir fyrstu. Áður voru hér Zorba, Mamma Rósa, Kráin og þar áður einhver, sem hafa dofnað mér úr minni. Þessa hringekju er tímabært að stöðva. Ef til vill tekst Alex það, þótt hann keppi á þétt setnum markaði hinna fínu og dýru matstaða.

Þjónusta er fagleg og góð í Alex. Eins og útlitið er hún í svipuðu samræmi við verðlagið og gengur og gerist á hinum betri stöðum borgarinnar. Verðið er nokkru hærra en á svokölluðum miðjuverðsstöðum á borð við Torfuna og er raunar ískyggilega nálægt hæsta verðflokknum. Miðjuverð þríréttaðrar máltíðar með kaffi og hálfri vínflösku á mann var 1262 krónur.

Helzti galli þjónustunnar er hinn sami og víða annars staðar, að gestir eru í tíma og ótíma ónáðaðir með hinni bjánalegu spurningu, hvort þeim líki maturinn. Hverju á að svara? Hvernig á að forðast uppistand, sem eyðileggur kvöldið? Hér með er auglýst eftir hlutlausu svari, sem hægt sé að nota við þær aðstæður, er ríkja í flestum íslenzkum veitingahúsum, – að ekkert er varið í matinn, en að hann er samt ætur.

Vínlistinn afar góður

Vínlisti Alex er afar góður. Þar er töluvert úrval af hinu bezta, sem fæst í Ríkinu og í öllum verðflokkum. Ruslið, sem einkennir íslenzk vínkort, drukknar hér innan um raðir mjög svo drykkjarhæfra vína. Hér fást meira að segja áfengislaus vín og hanastél.

Til að draga fólk inn í hádeginu hefur Alex komið sér upp tilboði, sem er mun ódýrara en annað framboð hússins. Það er kaldur diskur, sem kostar með súpu dagsins og eftirrétti 325 krónur.

Kaldi diskurinn hafði hrásalat neðst. Þar ofan á var annað hvort kjöt- eða sjávarréttur, nautatunga í annarri útgáfunni og hörpudiskur og fiskikæfa í hinni. Þar að auki voru á diskunum eggjasneiðar, tómatbátar, kotasæla, ostur og ýmislegt fleira. Þetta voru frísklegir og lystarlegir diskar. Súpan var að þessu sinni rjómalöguð blómkálssúpa og eftirrétturinn fersk jarðarber með rjómablandi. Þetta var ríkmannleg máltíð fyrir tiltölulega lítið fé, tromp staðarins.

Fyrir utan þetta býður Alex alveg nýjan, fatan matseðil með átján réttum, þar af átta aðalréttum og breytilega hádegis- og kvöldseðla með sjö réttum, þar af fjórum aðalréttum. Áherzlan er jöfnum höndum á sjávarréttum og kjötréttum. Ef daglegu seðlarnir eru nægilegum breytingum undirorpnir, má telja þetta meira en fullnægjandi úrval.

Reyktur nautavöðvi með melónu og dilli var fallega dökkur, en allt of seigur. Honum fylgdi ágætis sinnepssósa og ristað brauð með smjörkúlum, sem ekki voru í álpappír.

Reyksoðinn lambavöðvi reyndist vera þversneiddur hryggvöðvi, frekar þurr og grár, og hefði mátt vera eldaður í skemmri tíma. Reykta bragðið var eindregið og minnti raunar mest á reyktan fisk. Þetta er skemmtileg nýbreytni eins og reykti nautavöðvinn, en þarf að vanda betur. Með lambinu var léttsoðin pera fersk í þunnum sneiðum og mild piparrótarsósa úr sýrðum rjóma. Í þetta sinn fylgdi ristaða brauðinu smjör í álpappír.

Hvítlauksristaðir sjávarsniglar voru margir og litlir, hæfilega fastir undir tönn, bornir fram blandaðir spírum og kryddjurtum í rjómasósu með tómatkeim, svo og ristaðri heilhveitisneið. Þetta var skemmtilegasti rétturinn, sem prófaður var.

Kartöflusúpa rjómalöguð var í sjálfu sér bragðgóð og fól í sér mikinn graslauk, en hveitiskánin gerði hana ólystuga.

Girnilegt hrásalat

Hrásalat með aðalréttum var yfirleitt frísklegt og gott. Í eitt skiptið var það ísberg, seljustönglar og sterkur ostur. Í annað skipti ísberg, tómatar, gúrka, paprika, gráðostur og smávegis karrísósa. Í þriðja skiptið var það blaðsalat með gúrku og grænni papriku, svo og gráðosti.

Rjómasoðinn steinbítur með kínverskum sveppum var milt soðinn, fallega borinn fram á nútíma vísu ástamt töluverðu magni af sveppum, rósakáli, gulrótastrengjum, hvítum kartöflum og rifsberjum. Sveppasósan var hveitileg og kartöflurnar of lítið soðnar. Annað var hins vegar hæfilega léttsoðið. Kínversku sveppirnir voru ágæt tilbreytni. Þetta var sennilega bezti maturinn, sem prófaður var.

Smjörsteiktar laxakótilettur með humarhölum voru fallegar, bornar fram með fjórum stórum humrum. Þetta var ekki alvarlega ofeldað, en humarbragð hveitisósunnar yfirgnæfði laxabragðið. Með fylgdu ferskir sveppir og hvítar kartöflur.

Rjómasoðin lúða með lime var orðin afar þurr af ofeldun, auk þess sem fiskurinn leit út fyrir að hafa bæði kynnzt frystikistu og örbylgjuofni. Með fylgdi léttsoðið blómkál og töluvert af vínberjum.

Léttsteiktur lambainnanlærisvöðvi var fallegur, rauður, vægt eldaður, borinn fram með milt elduðu brokkáli, gulrótarstrengjum, ferskum sveppum og sítrónusósu, sem ekki var hveitiblönduð.

Lambahnetusteikur á teini voru miðlungi mikið eldaðar, aðeins rauðar í miðju, frekar þurrar, en sæmilega bragðgóðar. Þeim fylgdu vægilega soðnar gulrætur og sveppir, góð vínsósa rjómuð, vínber og lítilfjörlegt brokkál.

Heit eplaterta með þeyttum rjóma og fersku jarðarberi var hið sæmilegasta pæ. Kaffið var gott, borið fram með afar fínu truffles-konfekti, ágætis punktur yfir i-ið. Auk góðra vína í Alex er hægt að fá Tio Pepe fyrir matinn og Noval eftir hann.

Þetta væri afar ánægjulegur staður, þótt dýr sé, ef eldamennskan rokkaði ekki allt of mikið út og suður; ef gæði matreiðslunnar væru í samræmi við metnað hennar og smæð veitingastaðarins. Alex er staður, sem skortir ekkert nema þennan sífellt nauðsynlega herzlumun.

Jónas Kristjánsson

Dæmigerður dagsseðill:
220 Hvítlaukskryddaðir sjávarsniglar
150 Rjómalöguð blómkálssúpa
385 Pönnusteikt smálúða með kiwi og hörpuskel
370 Rjómasoðinn steinbítur með kínverskum sveppum
680 Léttsteikt nautafillet með ferskum sveppum og hunangi
510 Pönnusteiktar kjúklingabringur með piparsósu
165 Ferskt kiwi með púrtvíni

Nýi fastaseðillinn:
310 Ostasoufflé með ferskum kiwi
295 Léttsteiktur hörpuskelfiskur með graslauk og sítrónu
240 Reyksoðin síld með fínsöxuðum lauk og eggjarauðu
220 Súrsætt grísakjötseyði
240 Reykt laxasúpa með eggjahræru
450 Pönnusteikt rauðsprettuflök með feta osti og kaffisósu
435 Rjómasoðinn steinbítur með saffran og kínverskum sveppum
420 Smjörsteiktur karfi með engifersósu
960 Smjörsteiktir humarhalar í skel
635 Pönnusteiktur grísahryggur með hvítlauksristuðum smokkfiski
630 Smjörsteiktar kjúklingabringur með ferskum vínberjum og léttri chili-sósu
880 Heilsteiktar nautalundir með nautabeini og valhnetusósu
590 Léttsteiktar svartfuglsbringur með ferskum rifsberjum og þunnri pernod-sósu
195 Rúlluterta með avocado líkjör
190 Rifsberjaís með hvítri súkkulaðisósu
210 Ferskir ávextir með kókoslíkjör

DV

Hin rúmu fjárráð ríkisins.

Greinar

Athyglisverðast við nýja fjárlagafrumvarpið er, hversu rúm fjárráð ríkinu eru ætluð á næsta ári. Þetta er raunar gömul saga. Ráðherrar togast á um smáupphæðir, en leyfa orðalaust stórum fjárhæðum að einkenna fjárlögin og stjórna háum niðurstöðutölum þeirra.

Nokkrir belgdir liðir ráða því, að ríkisstjórnin getur ekki í þessu frumvarpi frekar en í hinum fyrri dregið saman segl hins opinbera, svo að meira verði til ráðstöfunar heimila og fyrirtækja landsins og að minna þurfi að taka af dýrum lánum í útlöndum.

Samkvæmt frumvarpinu á einkaneyzla heimilanna á hvern mann ekki að fá að aukast á næsta ári. Í heild á einkaneyzlan að aukast um 1,5%, sem er lítið meira en íbúafjölgunin. Þetta hljóta að teljast dapurlegar fréttir hinum mörgu, sem hafa hert sultarólina í nokkur ár.

Ekki er síður alvarlegt, að frumvarpið gerir ráð fyrir, að fjárfesting í atvinnulífinu dragist saman um 2,7%.. Þar með er hægt á verðmætauppsprettu framtíðarinnar. Og það veitir broslega innsýn í hugarheim ráðamanna okkar, að samt á fjárfesting í landbúnaði að aukast um 10%.

Þótt frumvarpið þrengi þannig að heimilum og atvinnulífi, ætlar það ríkinu að verða svo frekt til fjörsins á næsta ári, að það taki 2724 milljónir króna að láni í útlöndum og það á raunvöxtum, sem komnir eru upp í 5,7% á ári og virðast ekki ætla að léttast á næstunni.

Ætla má, að ríkið geti dregið hastarlega úr framkvæmdum sínum og gjafmildi, þegar illa árar. Ekki sízt þar sem framboð á atvinnu virðist nægja til að mæta samdrætti hjá ríkinu. Samt þykjast ráðherrarnir ekki geta gert betur en að stöðva ríkisútþenslu undanfarinna ára.

Þegar er frægt, að á þessum svokölluðu sparnaðartímum skuli frumvarpið gera ráð fyrir aukningu umfram verðbólgu á fjárveitingum til vegamála. Það er dæmi um. hversu erfitt er að hægja á framkvæmdagleði ráðamanna, þótt peningar séu í rauninni alls ekki til.

Gert er ráð fyrir, að 1000 milljónir króna fari í vegi á næsta ári og 950 milljónir til viðbótar í brýr og ræsi. Þótt þetta séu nytsamlegar framkvæmdir, ætti að vera ljóst öllum öðrum en atkvæðakaupendum, að töluverðu af þeim megi fresta, þegar buddan er tóm.

Eftir offjárfestingu orkumála á undanförnum árum er gert ráð fyrir að halda áfram á sömu braut á næsta ári og verja 2160 milljónum til virkjana og veitna, þar af 740 milljónum til Landsvirkjunar og 700 milljónum til hitaveitna. Þessar framkvæmdir verða sífellt arðminni.

Engum nema stjórnmálamönnum dettur á auraleysistímum í hug að verja 1600 milljónum til opinberra bygginga af ýmsu tagi, þar af 700 milljónum til flugstöðvar á Keflavíkurvelli. Á slíku her að hægja. þegar lántökur í útlöndum eru komnar út yfir allan þjófabálk.

Dapurlegast við frumvarpið er, að það heldur áfram dýrkun heilagra kúa og kinda. 1827 milljónir króna eiga að renna til beinna styrkja, útflutningsuppbóta og niðurgreiðslna í hinum hefðbundna landbúnaði sauðfjár og nautgripa. Hver einasta þessara króna er glötuð.

Ef ríkisstjórnin hefði þorað að skera af hinum stóru summum, sem hér hafa verið nefndar, þyrfti hún ekki að standa andspænis nýjum lántökum, stöðnun í lífskjörum þjóðarinnar og samdrætti í uppbyggingu atvinnuveganna. Hún þorði ekki og þóttist vera rík.

Jónas Kristjánsson

DV

Vísindahugsjónin víkur.

Greinar

Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráðherra hefur tekizt að sannfæra allan þorra þjóðarinnar um nauðsyn þess, að hvalveiðum verði haldið áfram við Ísland. Fjórir af hverjum fimm Íslendingum reyndust vera á hans bandi í skoðanakönnun, sem nýlega var skýrt frá í DV.

Þetta er mikið afrek Halldórs. Ekki er ýkja langt síðan fólk var almennt búið að sætta sig við, að hvalveiðar yrðu lagðar niður hér við land í áföngum á nokkrum árum. Þá var allt í einu fundið upp, að samt yrði að veiða um hundrað hvali á ári í svokölluðu vísindaskyni.

Hin nýja vísindahugsjón varð fljótlega ofan á, mest fyrir einarðan málflutning ráðherrans, en einnig vegna hvatvísi launaðra grænfriðunga, sem bitu í skjaldarrendur í Reykjavíkurhöfn í sumar. Þeir hafa játað hrakför sína, en búast nú til gagnsóknar.

Minni sögum fer af sannfæringarkrafti ráðherrans í útlöndum. Þó hefur honum tekizt að vekja áhuga ýmissa þeirra stjórnvalda, sem hagsmuni hafa af hvalveiðum, á að taka saman höndum í vörn fyrir hinni nýstárlegu hugsjón vísindalegra rannsókna í mynd hvalveiða.

Róður Íslendinga og annarra hugsjónamanna um hvalarannsóknir mun vafalaust þyngjast á næstunni. Í fyrsta lagi hafa grænfriðungar lært af mistökum sínum og munu í næstu sókn fara gætilegar en áður. Og í öðru lagi hefur þeim í öðru máli verið færð samúð á silfurfati.

Hin hrapallega útreið Mitterrands Frakklandsforseta og manna hans í eftirleik hryðjuverksins á Nýja-Sjálandi hefur magnað stuðning við grænfriðunga um allan heim og ekki sízt í Bandaríkjunum. Þar hefur fjölgað þeim, sem kæra sig ekki um að lenda í útistöðum við þá.

Litlu máli skiptir, þótt skoðanakönnun hafi sýnt, að mikill meirihluti Bandaríkjamanna sé hlynntur hvalveiðum alveg eins og Íslendingar. Það er að vísu huggun íslenzkum hugsjónamönnum um hvalarannsóknir, en aðeins huggun. Málið verður ekki afgreitt á slíkum vettvangi.

Það, sem máli skiptir fyrir okkur, er, hvort hinir stóru viðskiptavinir Íslendinga, svo sem stjórnendur Long John Silver veitingahúsakeðjunnar, fá hland fyrir hjartað eða ekki. Úrslitum ræður, hvort þeir telja grænfriðunga geta fælt frá sér viðskiptavini eða ekki.

Forstjóri Long John Silver hefur raunar þegar sagzt ekki taka neina áhættu á þessu sviði. Hann hefur sagzt hafa takmarkaða trú á vísindahugsjón Íslendinga í máli þessu. Augljóst er, að hann mun beygja sig um leið og fyrstu grænfriðungarnir birtast fyrir utan veitingahúsin.

Þegar þar að kemur, munu vísindahugsjónir sjávarútvegsráðherra okkar og samtök hans með starfsbræðrum frá ýmsum hvalveiðiþjóðum hverfa eins og dögg fyrir sólu. Hagsmunir okkar felast nefnilega í sölu á frystum fiski til Bandaríkjanna, en ekki í hvalveiðum.

Auðvitað er gaman fyrir okkur Íslendinga með ráðherrann í broddi fylkingar að vera stoltir og neita að beygja sig fyrir launuðum starfsmönnum þeirra, sem við teljum vera ríkar og tilfinningasamar kerlingar að baki grænfriðunga. En samt munu hagsmunir okkar ráða.

Við skulum vera undir það búin, að fisksöluhagsmunir okkar í Bandaríkjunum krefjist þess frekar fyrr en síðar, að við látum af hvalveiðum, alveg eins og við vorum búin að sætta okkur við, áður en uppákoma hinna vísindalegu hugsjóna fór að rugla okkur í ríminu.

Jónas Kristjánsson.

DV

Duus

Veitingar

Erfitt er að átta sig á, hvað ætlast fyrir flestar hinna nýju bjórkráa í landinu, hvort þær séu miðaðar við matargesti eða bjórdrykkjumenn. Þær eru tvíátta sem veitingahús og krár í senn, ekki aðeins til að sýnast fyrir yfirvöldum, heldur virðast þær af misjöfnum mætti reyna að halda úti matreiðslu í hefðbundnum stíl veitingahúsa.

Þetta er ekki auðvelt í framkvæmd, enda virðist ríkja svæðaskipting og tímaskipting milli borðhalds og bjórdrykkju í þessum krám. Góður matur og bjór fara sjaldan saman, svo sem greinilega sést í útlöndum. Fólk fer annaðhvort út til að fá sér kollu eða til að halda sér matarveizlu. Ef það stefnir á bjórinn, lítur það á hugsanlegan snæðing sem nauðsynlegt snarl með bjórnum. Í Bretlandi fá menn sér til dæmis hina kunnu kjöt- og nýrnakássu.

Duus í Fischersund er greinilega að þreifa sig í átt til eiginlegrar bjórkrár. Síðast þegar ég kom þar í hádegi, var búið að setja upp hlaðborð með kæfum, súrmeti og salati, dálítið í átt við það, sem víða má sjá í erlendum bjórkrám. Til viðbótar var svo boðið upp á mjög stuttan, hæfilega stuttan matseðil með sjö réttum í hádeginu og þrettán á kvöldin.

Duus er samt ekki venjuleg bjórkrá að útliti, að minnsta kosti ekki að flatarmáli. Niðri er að vísu kráarsvipur í þröngu skoti, sem rúmar um 30 bjórdrykkjumenn. Uppi er hins vegar langur matsalur, sem rúmar yfir 70 matargesti og lítur út eins og matsalur.

Angurvær eftirsjá

Húsbúnaður er þar svipaður og niðri, en allur þó af vandaðri gerð, einkum borðin. Þau eru gamaldags, úr heilum viði, með tveimur breiðum fótum og trébandi á milli. Við þau eru fallegir pílárastólar í sama dökkbrúna litnum, sem og stiginn upp á hæðina og barskenkirnir tveir með bjórglasarekkum fyrir ofan.

Stoðir og bitar burðarvirkis hins gamla húss sjást greinilega. Á ljósum veggjum eru nokkrir tugir gamalla ljósmynda, flestra frá Reykjavík fyrri tíma. Þeir eru líka prýddir mörgum skipslugtum og nokkrum speglum. Stíllinn er í samræmi við lúið trégólfið og magnar eins konar angurværa eftirsjá fyrri og þá sennilega betri tíma.

Dúklausar borðplötur bera mottur undir diska og á kvöldin kertaljós að auki. Munnþurrkur voru úr nokkurra gramma léttum pappír. Eitt kvöldið sat enn eftir í loftinu bjórfnykur hádegisins. Í hin skiptin var salurinn hreinn og ferskur. Niðursoðinn hávaði var stundum nokkuð hátt stilltur. Minna hefði dugað til að yfirgnæfa drafið í tveimur bjórgestum.

Þjónusta reyndist góð og fremur fagleg í tvö skiptin. Í þriðja sinnið var þó hluta kaffisins hellt á undirskálina. Þjónustan sagði “úps”, en gerði ekkert frekar í málinu, jafnvel þótt munnþurkur gesta séu ekki af þeirri stærðargráðu, að þær nýtist sem pollaþurrkur.

Matseðlarnir voru með tiltölulega einföldum og fljótlegum réttum. Seðlarnir einkenndust af réttum, sem fást í tveimur veitingahúsum af hverjum þremur, svo sem sniglum, laxatvennu, síldarþrennu og djúpsteiktum camembert. Þetta kom ekki á óvart, en hitt kom á óvart, að flest, sem prófað var, reyndist allt að því nærfærnislega eldað, mun betur en í meðal-veitingahúsi.

Ekki fór svo sem fyrir mikilli matreiðslu í rækjuskál með sveppum og kotasælu. En rækjurnar voru ferskar og bragðgóðar og sveppirnir gáfu þeim ekkert eftir. Hvort tveggja var í töluverðu magni og með nær engu gumsi í kring. Ofan á var kotasæla, en ekki sósa.

Soðin ýsa var frekar bragðgóð, ekki eins gífurlega mikið soðin og víða tíðkast hér, borin fram með stinnum, hvítum kartöflum og bræddu smjöri, sem var í sérstakri skál og ekki fljótandi um allt á diskinum eins og víða tíðkast hér.

Kokkurinn virtist hafa meira en í meðallagi gott lag á fiski, því að léttristaður silungur frá Laugarvatni var frekar milt eldaður. Hann var þess vegna bragðgóður, borinn fram í litlu smjöri og steinselju. Að þessu sinni voru hvítu kartöflurnar ofsoðnar, en eins og í hinu tilvikinu var mest af smjörinu borið fram í sérstakri skál.

Piparsteikin hét nautabuff

Nautabuffsteikin var hrásteikt eins og um var beðið. Í henni var gott hráefni, svo að hún var meyr. En hún var allt of mikið pipruð og hefði ef til vill getað gengið sem piparsteik, en um slíkt hafði bara ekki verið beðið. Enn meiri pipar var í sósunni, sem hét raunar piparsósa og var óviðkunnanlega mjölmikil. Með fylgdu ferskir sveppir pönnusteiktir, léttsoðnar gulrætur og brokkál, svo og bökuð kartafla með kotasælu í sárinu.

Hrásalatið með aðalréttunum var ómerkilegt. Það var mestmegnis ísberg, skreytt með einum tómatbáti og líklega verksmiðjuframleiddri eggjasósu. Meiri reisn var yfir brauðkörfunni, sem jafnan var sett á borð. Þar var smjör með mörgum sneiðum af tvenns konar brauði.

Áðurnefnt hlaðborð fól í sér tvenns konar kæfu keimlíka, en frambærilega; ennfremur þrenns konar brauð; fábrotið hrásalat, svo sem hvítkál, tómata, gúrku, sveppi og lauk, einnig ólífur, sýrðar gúrkur og smágúrkur; og loks tvenns konar síld með rúgbrauði. Borðinu fylgdi eggjasósa og hæfilega krydduð kotasæla. Aðgangur að borðinu kostaði 280 krónur.

Bezti rétturinn, sem prófaður var, reyndist vera loftmikil ostaterta með kiwi ofan á, vínberjum til hliðar og þeyttum rjóma í skál. Ég hef satt að segja ekki fengið betri ostatertu hér á landi, ekki einu sinni á dýrum stöðum.

Kaffið var ágætt, ekki borið fram með rjómablandi, heldur hreinum rjóma. En það kostaði líka 60 krónur. Vínlistinn í Duus er sami skrípaleikurinn og í flestum bjórkrám landsins. Þar er Santa Christina eini ljósi punkturinn innan um atriði, sem mundi varða við meiðyrðalög að lýsa nánar.

Ef frá er skilið fremur ódýrt kalda hlaðborðið með kæfunni, er Duus í meðalflokki verðlags veitingahúsa. Þríréttaður matur með hálfri flösku af frambærilegu víni og kaffi kostaði að miðjuverði 1104 krónur að kvöldi og 862 í hádeginu. Þetta er svona svipað og Bixið og heldur ódýrara en Fógetinn og Torfan, sem mega teljast í þessum sama verðflokki.

Ég bjóst ekki við miklu af bjórkrá og var tiltölulega ánægður með útkomuna í Duus. En frá sjónarhóli matargerðarlistar hefur staðurinn ekkert sérstakt fram að færa.

Jónas Kristjánsson

Hádegi:
110 Rjómalöguð blómkálssúpa
160 Gúllassúpa Duus
185 Rækjuskál með sveppum og kotasælu
195 Gratineruð rækjubrauðsneið með salati
280 Paté hlaðborð með súrmeti og salati
245 Síldardiskur að hætti hússins
275 Pönnusteikt smálúða með dillsósu
210 Soðin ýsa með hvítum kartöflum og bræddu smjöri

Kvöld:
265 Ristaðir sniglar á teini með kryddgrjónum
245 Laxatvenna með piparsósu og ristuðu brauði
155 Gúllassúpa Duus
160 Sjávarréttasúpa með rækjumauki
375 Ristuð smálúðuflök a la porteri, hrísgrjón pilau
365 Léttristaður Laugarvatnssilungur með hvítu smjöri
485 Humar og hörpuskelfiskur au gratin og camembert-sósa
465 Sinnepskrydduð lambahryggsneið með ristuðum sveppum og spergilkáli
545 Steiktar grísalundir Grecy með gulrótum og ætiþistilbotnum
665 Nautabuffsteik Duus með humarhölum og rjómapiparsósu
168 Djúpsteiktur camembert með ristuðu brauði
145 Ostaterta sælkerans
125 Rjómaís með kahlúa-líkjör og kiwi

DV

Fógetinn

Veitingar

Gaman væri, ef verulega gott veitingahús væri í hinni rúmlega tveggja alda gömlu vefnaðarstofu Innréttinganna í Aðalstræti. Andrúmsloftið innan dyra hentar rólegu veitingahúsi með vandaðri matreiðslu handa svo sem 40 gestum í einu. En bjórkráin Fógetinn er svo sem betri en ekki neitt.

Menn Fógetans hafa staðið sig mjög vel við innréttingu og endurlífgun hins gamla húss, sem komið var í niðurníðslu. Gólf og loft hafa fengið að hallast í friði, svo og hinar gömlu stoðir og loftbitar. Klætt hefur verið með viði upp á miðja veggi. Á ljósum veggjum þar fyrir ofan eru brúnleitir, samstæðir lampar, sem og á bláum stoðum og í ljósu lofti.

Dökkbrúnn litur einkennir staðinn í þiljum, massífum borðum og stólum, tveimur barborðum og gluggagrindum, sem varna sýnis utan af götu. Gamall ofn er á palli milli efra gólfs og neðra og gamalt skatthol er í efri sal.

Vefnaðarstofan er eina húsið, sem eftir er af Innréttingum Skúla fógeta. Hún var fyrst reist 1750 og síðan endurreist eftir bruna 1764. Fullorðnir Reykvíkingar muna eftir nýlenduvöruverzlun Silla & Valda, sem áratugum saman var hér til húsa.

Nú er þessi hreinlegi og þreytulausi staður þétt skipaður veitingaborðum fyrir 48 manns á fremra gólfi og 44 á hinu aftara. Samtals er því hægt að koma rúmlega 90 manns í sæti, ef mikið liggur við.

Gamlar teikningar og ýmsar aðrar myndir, sem skreyttu híbýli manna fyrr á öldinni, auka við varðveizlu hins gamla andrúmslofts, sem hin skakka burðargrind vekur. Þetta er mun betur heppnað en til dæmis Laxdalshús á Akureyri, þar sem nýtt hús hefur verið smíðað innan í gamalt.

Hávært segulband truflaði nokkuð. Að kvöldi voru kertaljós á borðum. Bæði í hádegi og að kvöldi voru pappírsþurrkur af þeirri stærð, sem notuð er í teboðum. Þær ónýtast á súputímanum og mynda síðan ófagra hrauka á berum borðunum. Ef pappír er notaður, verður hann að vera efnismikill og draga til sín raka, en því er ekki til að dreifa hér. Auk þess er verðlagið svo hátt á kvöldin, að þá væru klæðisþurrkur við hæfi.

Búin kaka og horfin súpa

Þjónusta við matargesti var frambærileg á köflum, en ekki eins skóluð og búast mætti við í verðflokki Fógetans. Í bæði skiptin, sem staðurinn var prófaður, komu fyrir slys.

Í fyrra skiptið vorum við mætt næstfyrst gesta rétt fyrir kl. 19. Þegar kom að eftirrétti, var okkur tjáð, að pöntuð eplakaka væri búin. Var þó enginn í salnum búinn að fá eplaköku. Mér finnst liggja í augum uppi, að eplakaka kvöldsins hafi aldrei verið til. Það var hvimleitt, þar sem ekki var boðið upp á aðra eftirrétti en ísa og ost.

Í hitt skiptið stóð á hádegisseðlinum, að súpa væri innifalin í verði rétta dagsins. Hún birtist samt aldrei. Að vísu hefði ég getað bent á þetta, þegar aðalrétturinn kom óvænt á borðið. Þá hefði ég líklega fengið súpuna eftir nokkurt hlé. Svo sem títt er í hádegi, hafði ég ekki tíma til að bíða eftir slíku og get því ekki sagt, hvernig spergilkálsúpan var.

Hrátt hangikjöt var ánægjulega þunnsneitt og afar gott á bragðið, ekki of salt eins og stundum hættir til við slíkar aðstæður. Melónan, sem fylgdi, var hálffrosin, eins og hún hefði verið of snöggt inni í örbylgjuofni eftir að hafa verið tekin úr frysti. Melónur eru nógu vondar beint úr kæliskáp, þótt þær séu ekki hálffrosnar. Þær á að bera fram við stofuhita. Sýrði rjóminn koníaksblandaði var skemmtilega bragðsterkur. Með fylgdi ristað heilhveitibrauð með smjöri í áli.

Þurrkað piparlamb var alveg misheppnað og meira að segja fúlt á bragðið. Meðlætið var hið sama og með hangikjötinu, að viðbættum mörgum sneiðum af kiwi, líklega til yfirbóta. Sýrði rjóminn var í þessu tilviki blandaður piparrót.

Soðnar rauðsprettur tvær voru bornar fram heilar, en án hauss og dekkra roðsins. Þær voru sæmilegar, ekki tiltakanlega mikið soðnar. Meðlætið var allt nærfærnislega soðið, annars vegar gulrótarstrengir og hvítar kartöflur og hins vegar smjörkraumað grænmeti, sem fól í sér seljustöngla, blaðlauk, rauða papriku og lauk. Smjörinu var réttilega í hóf stillt.

Í hádeginu fylgdi frambærilegt salatborð aðalréttunum. Því var ekki glæsilega stillt á borðið, en það gerði samt sitt gagn. Sumt var þar ómerkilegt, svo sem rauðrófur og ananas úr dósum. Flest annað var ferskt, sveppir, tómatar, gúrka, hvítkál og rauð paprika. Með voru sinnepssósa og mjög góð gráðostsósa sterk. Ennfremur ferns konar brauð, þar á meðal rúgbrauð, einnig þrjár tegundir síldar, allar góðar, en tómatmaukið með einni var óblandað úr dósinni. Um kvöldið, þegar enginn var salatbarinn, var borið fremur ómerkilegt hrásalat með aðalréttunum.

Salt og pipar mikið notað

Glóðaðar lambalundir voru miðlungi sterkar og meyrar, en of mikið kryddaðar, bornar fram með ferskum sveppum, smjörsteiktum og góðum, miðlungi soðnu blómkáli og gulrótum, svo og skrauti. Rjómapiparsósan var sterk og góð, hveitilaus.

Glóðuð lambalærissteik var einnig miðlungi steikt og meyr, en allt of mikið pipruð og of mikið söltuð. Salt og pipar virðist óhóflega mikið notað í þessu eldhúsi. Meðlæti var hið sama og með lambalundunum og að auki voru vínlegnar kiwi-sneiðar. Ostsósan var of mikið pipruð, en að öðru leyti góð, brún sósa, afar áfeng af portvíni. Ostur flaut ofan á henni.

Tartarbuff var gott, ekki hakkað, heldur vélskorið með hníf í blandara, borið fram með hráum lauk, eggjarauðu, rauðrófum, kapers, síld og rúgbrauði.

Ís Melba með dósaperu og súkkulaðisósu var ekki merkilegur. Kaffi var í góðu lagi. Einnig fékkst ágætt Fógetakaffi með Tia Maria og brandí. Vínlistinn er afar dapurlegur.

Hið óvenjulega á matseðlinum var þurrkaða lambakjötið og hráa hangikjötið. Margt annað var hefðbundið, svo sem djúpsteiking á rækju, skötusel og dalayrju, frönsk lauksúpa, síldarþrenna og ísar. Síldin, svo og fógetabakkinn, Guðmundarsalatið og hörpusalatið fela þó í sér tilraun til að bjóða tiltölulega ódýrt bjórkrársnarl.

Fógetinn er fremur dýr staður á kvöldin. Miðjuverð á þríréttuðum mat með hálfri flösku af frambærilegu víni og kaffi var 1212 krónur á mann. Fyrir sama verð er betri matur á Torfunni. Í hádeginu var stuttur og breytilegur seðill dagsins, mun ódýrari. Þá var hliðstætt verð 838 krónur. Fyrir sama verð er margfalt betri hádegisverður í Arnarhóli.

Það er ekki alltaf nóg að hafa útlitið með sér.

Jónas Kristjánsson

Fastaseðill:
495 Rjómahvítvínskraumaður humar með heitu hvítlauksbrauði
370 Djúpsteiktar rækjur með hvítlauks/dill-dýfu
485 Þurrkað piparlamb með kiwi og melónu
345 Hrátt hangikjöt með koníaks karrí fraiche og melónu
165 Rjómalöguð fiskisúpa með skelfiski
155 Ítalskt kjötseyði með hleyptu eggi og tómötum
175 Innbökuð lauksúpa með portvíni og hrárri eggjarauðu
345 Ýsa orly með hrísgrjónum, ristuðum ananas og karrísósu
390 Hvítvínssoðin smálúða/rauðsprettuflök með dillsósu
430 Djúpsteiktur skötuselur með ristuðum sveppum og hvítvínssósu
345 Hnetubakaður karfi með grófu brauði
385 Gratineruð smálúða/rauðsprettuflök með dillsósu
425 Smjörsteiktur skötuselur með piparávaxtasósu
630 Buff tartar með hráum lauk, eggjarauðu, rauðrófum, kapers og síld
345 Danskt buff með spældu eggi, steiktum lauk og skýsósu
595 Glóðuð lambabuffsteik með portvínsostasósu
595 Glóðaðar lambalundir með rjómapiparsósu
525 Grísakótilettur með súrsætri sósu og mjólkursoðnum makkarónum
140 Ís Hawai
140 Ís belle Helena
140 Ís Melba
215 Djúpsteikt dalayrja með ristuðu brauði
160 Dönsk eplakaka með þeyttum rjóma
235 Síldarþrenna
175 Síldarrós
310 Fógetabakki með öli
240 Guðmundarsalat
260 Hörpusalat

Hádegisseðill:
135 Spergilkálsúpa
400 Kryddsoðin nautasteik með kartöflum greifynjunnar
350 Pönnusteikt smálúða með sinnepssósu
330 Soðin rauðspretta með smjörkraumuðu grænmeti
(Súpa innifalin í ofangreindum réttum)
345 Danskt buff með steiktum lauk, eggi og skýsósu
240 Guðmundarsalat
260 Hörpusalat
140 Ís Hawai
250 Súpa og salatbar

DV

Opin lönd og lokuð.

Greinar

Við höfum daglega aðgang að upplýsingum um hryðjuverk á vegum stjórnarinnar í Suður-Afríku. Lögreglumenn ganga berserksgang í manndrápum og skjóta jafnvel börn og unglinga í bakið. Siðrænt gjaldþrot aðskilnaðarstefnunnar liggur í augum uppi um heim allan.

Við höfum líka daglegar upplýsingar um skipulega mismunun og mannréttindabrot af hálfu ríkisstjórnar Ísraels á hernumdu svæðunum vestan við ána Jórdan. Við getum, ef við kærum okkur um, kynnt okkur, hvernig arabar eru annars flokks borgarar í Ísrael.

Hvorki Ísrael né Suður-Afríka enn síður eru lýðræðisríki. Þetta eru ríki kúgunar og sumpart hryðjuverka, svartur blettur á samvizku hinna vestrænu ríkja, sem leynt eða ljóst hafa stutt þessi ríki gegn hinum minni máttar í þjóðfélaginu og í nágrenni þess.

Sum vestræn ríki eru raunar aðeins lýðræðisleg inn á við, en haga sér eins og hryðjuverkasamtök út á við. Illræmdar eru tundurduflalagnir stjórnar Bandaríkjanna í höfnum Nicaragua. Ennfremur beinn og óbeinn stuðningur hennar við uppreisnarmenn frá Somoza-tímanum.

Mitterrand Frakklandsforseti er kominn í dilk með Gaddafi Líbýuleiðtoga. Menn hans stunda hryðjuverk í erlendum ríkjum. Þegar þetta kemst upp, biðst Mitterrand ekki einu sinni afsökunar, en lætur ofsækja þá menn, sem grunaðir eru um að hafa lekið þessum upplýsingum.

Jafnvel þótt Frakkland og Bandaríkin væru talin til lýðræðisríkja, eru slík ríki ekki nema um 50 í heiminum, langflest í Vestur-Evrópu. Hin, sem ekki ástunda lýðræði, eru mun fleiri eða um 110 talsins. Lýðræði er því miður afar sjaldgæf munaðarvara á jörðinni.

Lýðræðisríkin eru þau, sem virða ákvæði stofnskrár Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi og upplýsingafrelsi. Þessum samtökum er svo aftur á móti núorðið stjórnað með samblæstri ríkja, sem virða hvorki mannréttindi né upplýsingafrelsi almennings.

Í atkvæðagreiðslum standa saman fulltrúar þriggja afla, Sovétblakkarinnar, arabaríkjanna og einræðisherra þriðja heimsins. Meðal þess, sem þetta ófélega lið hefur á heilanum, eru Ísrael og Suður-Afríka. Ályktunum gegn þeim linnir ekki, en önnur ríki eru látin í friði.

Í Sovétríkjunum hefur allur þorri fólks engin borgaraleg réttindi. Þau eru öll í höndum fámennrar yfirstéttar, sem til dæmis beitir mannréttindasinna margvíslegu kvalræði og fremur í Afganistan villimannlegustu hryðjuverk, sem kunn eru um þessar mundir.

Í heild má segja um Sovétblökkina, arabaríkin og þriðja heiminn, að stjórnarfar þar er verra en í Suður-Afríku og Ísrael. Við höfum hins vegar yfirleitt ekki eins nákvæmar upplýsingar um kúgun og hryðjuverk slíkra stjórnvalda, af því að þetta eru meira eða minna lokuð lönd.

Ísrael og Suður-Afríka hafa það umfram slík ríki, að þau eru opin. Við getum fengið fréttir af ástandi mála og tekið afstöðu til þeirra. Við fáum hins vegar stopular fréttir af æðinu í Afganistan og aðstæðum eða líðan mannréttindasinna í Sovétríkjunum.

Við megum ekki verða svo upptekin af óbeit á framferði ríkisstjórna í opnum ríkjum, að við gleymum framferði verri ríkisstjórna í lokuðum ríkjum. Og við skulum muna, að hornsteinn mannréttinda er upplýsingafrelsið. Baráttan fyrir því er mikilvægasta lóðið á vogarskálina.

Jónas Kristjánsson.

DV

Bautinn

Veitingar

Bautinn er staðurinn á Akureyri. Þar er umferðin. Þar snæða heimamenn og aðkomufólk. Enda situr matstofan ein að ódýra markaðinum þar nyrðra. Súlnabergið er að vísu um 30% ódýrara, en þar er mötuneytisfæði. Og hin veitingahúsin sex eru öll langtum dýrari en Bautinn. Þess vegna fara allir í Bautann. Ég líka, ef ég væri svangur.

Gangstéttarveitingahús

Staðurinn treysti stöðu sína með garðhúsinu, sem snýr út að Hafnarstræti. Það er svo áberandi gangstéttar-veitingahús, að vegfarendur laðast ósjálfrátt að staðnum. Ferðamenn þekkja margir hverjir ekki til annarra veitingasala og taka strikið beint í Bautann. Viðbyggingin er rúmgóð og vel heppnuð sem eins konar auglýsingaskilti staðarins.

Hin nýjungin í Bautanum er, að fiskur hefur haldið innreið sína í þetta upprunalega steikhús. Af átta aðalréttum á matseðli dagsins eru oftast sex fiskréttir. Þetta er kúvending, – hefur gerzt á skömmum tíma. Og greinilegt er, að markaður er ekki síðri fyrir fiskréttina en steikurnar.

Að vísu hef ég grun um, að hið mikla fiskframboð byggist á stórum frystikistum og nærtækum örbylgjuofni. Að minnsta kosti var allur fiskur, sem ég prófaði, í hinum þurra og safalausa stíl, sem fylgt hefur innreið örbylgjuofnanna. Frystur fiskur er ekki góður matur og örbylgjuofnar gera hann miklum mun verri.

Raunar hefur mér verið álasað fyrir of harða gagnrýni á fiskréttamatreiðslu veitingahúsa Akureyrar. Mér er sagt, að afar erfitt sé að fá ferskan fisk í þessum mikla útgerðarstað. Veitingamenn séu dæmdir til að nota frystan fisk. Eitthvað hlýtur að vera til í þessu, því að nánast útilokað er að fá góðan fisk á þessum stöðum.

Kúgaðir af Kea?

Hins vegar sé ég ekki ástæðu til að vorkenna veitingamönnum, þótt Kea reyni að drepa fiskbúðir og neyða þrælana að frystikistunum í kaupfélaginu. Út um allan Eyjafjörð er smáútgerð, sem veitingamenn gætu samið við, ef þeir nenntu að hafa almennilegan fisk á boðstólum í trássi við kaupfélagsvaldið. Og ég skil ekki í neytendum á Akureyri að láta þetta ferskfiskleysi viðgangast.

Pönnusteiktur Höfðavatnssilungur með eggjasósu var dæmigerður fyrir ástandið í Bautanum. Þetta var í sumar, svo að fiskurinn hefði getað verið ferskur. En hann var þurr, eins og hann væri ofsteiktur eða örbylgjusteiktur, nema hvort tveggja væri. Eins og silungur getur verið góður.

Smjörsteiktar gellur í pernod-sósu voru ekki góðar, en mig brestur þekkingu á, hvað hefur gerzt að tjaldabaki. En alténd var óbrúanleg gjá milli þessa matar og hliðstæðunnar að Búðum á Snæfellsnesi, þar sem kokkurinn útvegar sér ferska vöru og kann að matreiða hana.

Bezti fiskurinn var ýsuflök Doria, sæmilegur matur.

Í einni prófuninni var súpa dagsins sæmileg sjávarréttasúpa með of þurrum rækjum, en ekki seigum. Í annarri var súpan hveitilöguð blaðlaukssúpa. Hvort tveggja var sæmilega ætt, en ekkert umfram það.

Álitlegasti maturinn í Bautanum var salatborðið, sem fylgir öllum aðalréttunum. Borðið trónar á miðju gólfi og býr yfir miklu úrvali. Stundum verða einstöku þættir þess of þreytulegir, svo sem sveppir, tómatar, gulrætur og blaðsalat. Bezt er að vera á ferðinni snemma, meðan borðið er sem ferskast.

Stundum er meira að segja hægt að fá olíu og edik út á salatið til viðbótar nokkrum tegundum af sósu. Oftast er þar gott úrval af hollu brauði. Í eitt skiptið var það þó búið og aðeins hveitiflautur eftir. Í stórum dráttum má þó telja salatborðið stolt staðarins.

Kínverskar pönnukökur voru óvenjulega bragðlausar, en urðu ætar, þegar sojasósu hafði verið mokað í þær. Grillaður kjúklingur var hæfilega eldaður og ágætlega meyr, sennilega bezti maturinn. Hamborgari var góður, mun betri en sá í Súlnabergi handan götunnar. Börnin luku ekki við frönsku kartöflurnar og teljast það ekki góð meðmæli.

Þrælslegar steikingar

Beðið var um gratineraða lambasneið lítið steikta, en hún kom þrælsteikt á borðið. Sama er að segja um bautasneiðina. Það er ekki eins og þetta hafi verið steikhús til skamms tíma. Á slíkum stöðum er venja að kunna að steikja eftir óskum gesta.

Nokkru síðar var bætt fyrir þetta með góðum lambakótilettum, mildilega grillsteiktum. Meðlætið var samt þetta staðlaða, venjulega, sem við sjáum fyrir okkur, þegar við lokum augunum, béarnaise-sósa, franskar kartöflur, soðið grænmeti, gulrætur, rósakál og sveppir. Allur matur var óhæfilega mikið kryddaður.

Ávaxtaskál fól í sér blandaða dósaávexti og terta dagsins var lítið merkilegri. Kaffi var hins vegar ágætt. Vínlistinn var mesta rusl, en með lægi mátti fá skárri flöskur neðan úr Smiðjunni.

Þrátt fyrir alla þessa gagnrýni verð ég að játa, að ég mundi sennilega fara í Bautann, ef ég yrði svangur á Akureyri. Maturinn er ekki beinlínis vondur, þótt hann sé kæruleysislega eldaður. Hann er ætur og kostar miklu minna en matur annars staðar á Akureyri, að Súlnabergi undanskildu. Og ég gef ekki mikið fyrir matinn á fínu stöðunum á Akureyri.

Svo hefur Bautinn þann kost að vera við annan enda göngugötunnar, handhægur fyrir gesti hótelanna í kring og jafnan nærtækur, ef maður hittir mann og niðurstaða þess verður spjall yfir kaffibolla. Þess má og geta, að fólk þarf ekki lengur að standa við afgreiðsluborðið. Komin er full þjónusta á staðinn og hún er í lagi.

Súpa og salatbar kostuðu 250 krónur, beztu kaupin á staðnum. Miðjuverð aðalrétta, að súpu og salatbar meðtöldu, var 360 krónur. Hið sama, að salatbar frátöldum, kostaði 270 krónur í Súlnabergi. Þríréttuð máltíð af seðli dagsins með kaffi og hálfri flösku á mann af frambærilegu víni kostnaði 712 krónur í Bautanum. Af fastaseðli hefði slík máltíð kostað 805 krónur.

Jónas Kristjánsson

Dæmigerður dagsseðill:
90 Rjómalöguð blaðlaukssúpa
330 Smjörsteiktar gellur í pernod-sósu
320 Pönnusteiktur karfi með rækjum og papriku
320 Ýsuflök Doria
340 Pönnusteiktur Höfðavatnssilungur með eggjasósu
440 Kryddsoðinn lax með bræddu smjöri og hvítum kartöflum
420 Grillsteiktar lambakótilettur með béarnaise-sósu
440 Púrtvínssoðnar lundabringur með rauðkáli
370 Grísasnitsel með rauðkáli
250 Súpa og salatbar
(Súpa og salatbar fylgja öllum aðalréttum)

Fastaseðill:
110 Frönsk lauksúpa
130 Sjávarréttasúpa með papriku
340 Djúpsteiktur skötuselur með tartarsósu
310 Fiskur dagsins gratíneraður með hvítum kartöflum
290 Marineruð síld með rúgbrauði og soðnum kartöflum
340 Sjávarréttapanna gratíneruð með ristuðu brauði
460 Bautasneið með béarnaise-sósu, ristuðum sveppum og lauk
595 Enskt buff með lauk og soðnum kartöflum
630 Frönsk nautasneið með kryddsmjöri og spergli
430 Lambasneið gratineruð að hætti hússins
430 Reykt grísakótiletta með rauðvínssósu og grænmeti
460 Grillsteiktur kjúklingur með rjómasveppasósu
440 Kalt hangikjöt með kartöflusalati
80 Skyr með rjómablandi
95 Ávaxtaskál með rjóma
95 Rjómaís með perum og rjóma
Einnig ýmsir smáréttir

DV