Skelfilegt er til þess að vita, hve margir menn reynast ómerkilegir, þegar á herðir. Jafnvel dagfarsprúður maður á borð við Vilhjálm Hjálmarsson menntamálaráðherra getur gert sig sekan um svo svívirðilega framkomu, að allir sanngjarnir menn hljóta að standa agndofa.
Það var ekki bara venjuleg valdníðsla ráðherrans að ganga gegn vilja fimm fræðsluráðsmanna í Reykjavík og velja þann sem aðstoðarskólastjóra fjölbrautaskólans í Breiðholti, er aðeins haíói fengið eitt atkvæói. Sú staðreynd ein nægir þó til þungs áfellisdóms yfir ráðherranum.
En málið er í rauninni miklu alvarlegra, enda á það sér langa forsögu allt frá þeim tíma, er dr. Bragi Jósepsson var deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, vel menntaður maður meó góða starfsreynslu bæði hér heima og vestur í Bandaríkjunum.
Deild Braga sendi skólamönnum greinargerð, sem Arnór Hanníbalsson, núverandi prófessor við háskölann, hafði samið. Í henni kom fram skörp og málefnaleg gagnrýni á yfirstjórn skólamála hér á landi. Þetta þoldi alls ekki sá maður, sem um langan aldur hefur verið einræðisherra íslenzkra skólamála, meðan menntamálaráðherrar hafa komið og farið.
Birgir Thorlaclus einræðisherra lét menntamálaráðherra reka Braga úr starfí. Sömuleiðis var gengið þannig frá hnútunum, að úti um allt land þorðu engir skólanefndamenn að mæla með Braga í starf hjá sér af ótta við reiði ráðuneytisstjórans og ráðherrans.
Sötti Bragi árangurslaust um tólf stöður í skólakeríinu. Allt er þetta mál svo sóðalegt og andstyggilegt af hálfu ráðuneytisins, að ekkert sambærilegt dæmi er til frá síðustu áratugum. Heiftin og valdníðslan er svo hrikaleg, að reynt er að eyðileggja hæfan mann, ekki bara faglega, heldur einnig fjárhagslega og persónulega.
Bragi Jósepsson höfðaði mál gegn ráðuneytinu fyrir brottreksturinn og vann þaö mjög frækilega. Tap ráðuneytisins hefði átt að leiða til afsagnar ráðuneytisstjórans, sem hafði látið einræðishneigð sína hleypa ráðherranum út í foraðið og orðið til stórtjóns fyrlr sameiginleaan sjóð landsmanna.
En í þess stað sitja þeir félagar, ráðuneytisstjórinn og ráðherrann, enn um Braga Jósepsson og leita færis til að koma á hann höggi. Hefur þeim nú tekizt það með því að hafna tillögu yfirgnæfandi meirihluta fræðsluráðs um ráðningu Braga Jósepssonar sem aðstoðarskólastjóra fjölbrautaskólans í Breiðholti.
Nú er nóg komið. Nú verður að skera upp herör í landinu. Allir menn með sómasamlega réttlætistilfinningu verða að taka saman höndum um að koma einræðisherranum úr ráðuneytisstjórastóli og aumingjanum úr ráðherrastóli. Framkoma þeirra er of alvarlegur blettur á samvizku þjóðarinnar, að hún fái aðgerðarlaust staðið undir því.
Sjúkleg valdníðsla á ekki heima í íslenzku þjóðfélagi á síðasta fjórðungi tuttugustu aldar. Menntamálaráðuneytið getur ekki verið einkafyrirtæki hatursfullra manna. Þjóðin verður nú þegar að moka flórinn.
Jónas Kristjánsson
Dagblaðið