Aukinn heimsfriður

Punktar

Þrátt fyrir fréttir af stríði og hörmungum er friðsamlegra í heiminum um þessar mundir en oftast áður. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna hafa vopnuð átök minnkað um 40% frá lokum kalda stríðsins. Auðvitað þakka þær og friðargæzluliði sínu þessa breytingu og má það satt vera. Hryðjuverk eru eina tegund vopnaðra átaka, sem vex um þessar mundir, en drepur þó innan við þúsund manns á ári hverju að meðaltali, meðan hefðbundin átök drepa tugþúsundir árlega. Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna hefur ekki verið sérstök ástæða til svartsýni á heimsfriðinn eftir að kalda stríðinu lauk.