Síminn og Vodafone auglýsa grimmt, að gemsasamband þeirra nái upp um fjöll og firnindi. Sýna fagurlitað Íslandskort því til sönnunar. Fjölmiðlar éta fullyrðinguna upp eftir þeim eins og hvert annað úrvalsfóður. Hafa auðvitað ekki fyrir því að prófa, hvort mannalætin virka. Ég get upplýst stöðuna á Kaldbak, sem er lögbýli í Hrunamannahreppi. Þar náðist ekki í Símann eða Vodafone fyrir auglýsingaherferðina og enn síður eftir hana. Hvet sveita- og ferðamenn til að trúa mátulega fullyrðingum hinna hraðlygnu símafélaga. Um afrek þeirra við að koma fínasta farsímaneti upp um fjöll og firnindi.