Auðvelt reyndist ókleift

Punktar

Skil sjálfur ekki og get því ekki útskýrt, hvers vegna Katrín Jakobsdóttir ræddi ekki líka við Ingu Sæland og Þorgerði Katrínu um aðild flokka þeirra að stjórn hennar. Þetta eru ekkert hættulegar konur né eru flokkar þeirra hættulegir. Inga er að vísu róttæk, en það er málefnaleg róttækni. Þorgerður er að vísu hægri sinnuð gegn pilsfaldarekstri í vinnslu búvöru. Eru ekkert flóknari samningamál en sambúð Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum. Í ferli liðinna daga hljóta að felast einhver mistök, sem ekki hafa verið upplýst. BCFPSV er svo augljós og auðveld stjórnarmyndun, að nauðsynlegt er að upplýsa, hvernig hún klúðraðist.