Auðveldur fiskveiðisamningur

Punktar

Samningur Íslands við Evrópusambandið leiðir ekki til komu spánskra togara. Þeir einir fá að veiða staðbundna fiskistofna, sem hafa veiðireynslu og kvóta. Um flökkustofna gildir sama og hingað til, samið er á fjölþóðagrunni um aflaheimildir. Hins vegar sækjast erlendir aðilar eftir eignarhaldi á fyrirtækjum í sjávarútvegi. Það er raunar hið bezta mál, því að við höfum núna þá verstu eigendur, sem hægt er að hafa. Allt frá Magnúsi á þyrlunni yfir í tengdasyni Soffaníasar í Grundarfirði. Þeir veðsettu kvótann upp í rjáfur. Við höfum gott af að opna sjávarútveginn fyrir erlendum áhrifum.