Auðveld ævisöguritun

Punktar

Við munum eiga náðuga daga í ellina við að rita ævisögu okkar. Google hefur frá upphafi safnað allri leit okkar á veraldarvefnum. Þar er hægt að sjá, hvað við keyptum, hvað við sögðum, um hvað við spurðum. Þetta komst upp fyrir tilviljun í marz, þegar AOL netþjónustan birti fyrir mistök leitarferla 650.000 viðskiptamanna sinna. Hún tók þá út aftur, en þá voru óprúttnir aðilar búnir að ná afritum af öllu gumsinu, sem nú má finna á fjórum stöðum á vefnum. Persónuvernd hefði áreiðanlega gaman af að tala við Google með tveimur hrútshornum, en hún má ekki við ofurefli heimsleitarkerfisins.