Auðólfsstaðaskarð

Frá Auðólfsstöðum í Langadal um Auðólfsstaðaskarð að Gautsdal í Laxárdal.

Skarðið er lágt og fljótfarið. Í miðju skarðinu eru tóftir Hávarðsstaða. Norðar er Gautshóll, þar sem landnámsmaðurinn Gautur hinn einhenti á að vera heygður. Laxárdalur var fyrrum fjölbýl sveit, en er nú allur kominn í eyði.

Förum frá Auðólfsstöðum í Langadal norðaustur jeppaveg um Auðólfsstaðaskarð að eyðibýlinu Gautsdal í Laxárdal. Þar er leið norður-suður um Laxárdal.

4,0 km
Húnavatnssýslur

Jeppafært

Nálægar leiðir: Laxárdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort