Auðleystur Landspítalavandi

Punktar

Ríkið þarf ekki að taka lán fyrir nýjum Landspítala og þarf ekki að selja neitt af innviðum samfélagsins. Einfalt er að draga til baka lækkun auðlindarentu og afnám auðlegðarskatts. Sú breyting mundi leysa allan vanda við frágang fjárlaga ársins 2015. Mundi dekka þarfir Landspítalans og allar aðrar brýnustu þarfir samfélagsins. Á það mega Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn ekki heyra minnzt. Tönnlast bara á, að ekki megi taka lán og að selja verði innviði samfélagsins. Það er val þessara flokka að líta framhjá einföldustu leiðinni: Hinum misráðnu gjöfum stjórnarmeirihlutans til fólks og fyrirtækja, sem allra bezt hafa það.