Atvinnuleysi hverfur

Punktar

Ferðafólki fjölgar svo rosalega hér á landi, að senn fer að skorta mannskap í ferðaþjónustu. Þetta er handhæg aðferð við að eyða atvinnuleysi. En minnir um leið á, að þetta þurfa að vera lífvænleg störf. Mörg verðmæt störf eru í greininni, en fleiri eru þó láglaunastörf. Úr því þarf að bæta. Tekjur fólks í ferðaþjónustu þurfa að aukast. Og tryggja þarf, að sameiginlegir sjóðir þjóðarinnar fái sinn hluta af veltunni. Ferðaþjónusta er að verða stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar og okkur ber að líta á hana sem alvöru. Hún verður okkur til góðs á erfiðum tíma, ef við kunnum að höndla hana með framsýni.