Fyrir mörgum árum var ég í hádegisverði í Jerúsalem, þar sem Ehud Olmert flutti ræðu. Þá var hann þar borgarstjóri, en er nú orðinn forsætis. Ég man, að undir ræðunni hugsaði ég: “Þeir eru margir skrítnir hér í Ísrael, en þessi er sá versti.” Það var eins og að hlusta á ráðherra í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Nú hefur Olmert skipulagt atómstríð gegn Íran, að sögn Sunday Times. Því er sagt beint gegn kjarnorkuverum Írans, en geislunin mun verða mörgum saklausum að bana. Það er siðleysi að undirbúa atómstríð. Slíkt er aðeins hægt í Ísrael.
