Atómslys í Norður-Kóreu

Punktar

Kim Jong-un sneri utanríkispólitík Norður-Kóreu skyndilega við. Í stað stöðugra hótana um atómstríð, sagðist hann í gær mundu loka tilraunastöð kjarnorkuvopna landsins í Punggye-ri. Þar að auki býður hann Suður-Kóreu og Bandaríkjunum að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með framkvæmdinni. Ástæðan er ekki friðarást Kims, heldur sprakk tilraunastöðin á svipaðan hátt og stöðin í Chernobyl árið 1986. Öryggismál í Punggye-ri eru talin hafa verið enn frumstæðari en þau voru í Chernobyl. Fjöldi borgara í Norður-Kóreu hefur orðið fyrir geislun og sennilega líka í Kína. Kim þarf aðstoð heimsins og veit af því. Því brosir hann við öllum.