Athafnastjórnmál

Punktar

Ég fær gæsahúð, þegar ég heyri pólitíkus tala um athafnastjórnmál. Athafnir eiga heima í atvinnulífinu, þar sem menn taka áhættu. Pólitíkusar taka hins vegar enga fjárhagslega ábyrgð af áhættu á kostnað greiðenda skatts og útsvars. Athafnapólitíkusinn er vinur verktaka, sem vilja reisa háhýsi á dýrum lóðum ofan í gömlum hverfum. Sem vilja reisa orkuver á ábyrgð ríkisins og á kostnað orkunotenda. Sem vilja reisa flugvöll og íbúðir úti í sjó. Athafnastjórnmál eru fínt orð um pólitíkusa, sem ekki hafa vaxið upp úr sandkassa og spillingu. Þeir eru hættulegir.