Enn er allt í óvissu um fjölda látinna í hryðjuverkum róttækra múslima í París. Opinbera talan stendur núna kl.7 í 120 manns á sex stöðum. Flestir voru felldir á rokktónleikum í Le Batacian höllinni. Landamærin eru lokuð og herinn er í viðbragðsstöðu. Nokkrum tímum síðar kveiktu andstæðingar múslima í flóttamannabúðunum í Calais, þar sem voru 6000 manns. Eldar virðast loga þar, en ekki er vitað um neitt manntjón. Sem betur fer eru engar fréttir af öðrum hefndaraðgerðum í Frakklandi. Þetta er nýja stríðstegundin. Sá sem fer halloka á vígvelli, flytur stríðið til almennings í óvinaríki. Eins og Tsétsénar gerðu í Moskvu árið 2002.
