Átak er hættulegt

Megrun

Allt, sem lyktar af átaki, er hættulegt átfíkli. Hvort sem er í hreyfingu eða mat. Ekki skera matinn of mikið niður. Vertu rétt neðan við ráðlagðan dagskammt, þá er minni hætta á uppgjöf. Ef 2000 kaloríur á dag eru þinn ráðlagði skammtur, skaltu vera nálægt 1900 kaloríum á dag meðan þú ert að léttast. Farir þú mikið neðar, fer líkaminn að líta á tilveruna sem erfiða fangabúðavist og hann gerir gagnráðstafanir. Hann hægir á sér, brennir færri kaloríum. Jafnvægispunkturinn fer úr 2000 kaloríum niður í 1900 og jafnvel í 1800 kaloríur. Megrun verður því vonlausari sem gassalegar er rokið í hana.