Ástæðan er einföld

Punktar

Þegar Píratar eru sagðir vera fyrirstaða vinstri stjórnar, er ástæðan einföld. Píratar eru fastir á, að lokaðir fundir og leynipappírar séu opnir almenningi. Píratar eru fastir á, að komið sé upp norrænt-þýzkri velferð í heilsu, öldrun, örorku og skólum. Píratar eru fastir á, að komið sé á uppboði leigukvóta í útgerð. Er eini flokkurinn, sem stendur fast á þessu þrennu. Hinir eru allir meira eða minna flæktir í fyrirbærið Fjórflokkurinn. Hagsmunagæzla er 100% af vinnu ríkisstjórnarflokkanna. Á líka hluta af stjórnarandstöðunni. Sá hluti mun standa vörð um sérhagsmuni auðsins. Þar er fyrirstaðan, hún er ekki pírata.