Ást og friður á fésbók

Fjölmiðlun

Þegar ég renni yfir fésbók, ber mest á færslum, er ég kalla Ást og friður. Fólk býður góðan daginn, sýnir myndir af afabörnum, segir frá grillun með vinum og örum dásemdum tilverunnar. Fésbókin er afar „jákvæður“ miðill, sem hvetur okkur til að vera góð. Þarna er líka fjölmennur hópur, sem vill breyta þjóðfélaginu. Mér sýnist flest af því vera af hinu góða. Tröllin birtast þó í athugasemdum. Mest einnar setningar hrópendur, sem trufla lítið. Almennt er fésbókin miðill, sem gefur innsýn í lífið. Snýst lítið um almannatengsli hliðvarða hefðbundinna miðla. Nöldur um fésbók byggist mest á hatri valdafólks á frjálsum samskiptum.